Fyrsti makríllinn úr íslenskri lögsögu

Makrílveiðar | 2. júlí 2024

Fyrsti makríllinn úr íslenskri lögsögu

Beitir NK er kominn til hafnar hafnar í Neskaupstað með 474 tonn af makríl sem fékkst austur af landinu innan íslenskrar lögsögu. Um er að ræða fyrsta makríl sumarsins.

Fyrsti makríllinn úr íslenskri lögsögu

Makrílveiðar | 2. júlí 2024

Beitir NK kom til hafnar með fyrsta makríl vertíðarinnar og …
Beitir NK kom til hafnar með fyrsta makríl vertíðarinnar og fékkst hann í íslenskri lögsögu. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Beitir NK er kominn til hafnar hafnar í Neskaupstað með 474 tonn af makríl sem fékkst austur af landinu innan íslenskrar lögsögu. Um er að ræða fyrsta makríl sumarsins.

Beitir NK er kominn til hafnar hafnar í Neskaupstað með 474 tonn af makríl sem fékkst austur af landinu innan íslenskrar lögsögu. Um er að ræða fyrsta makríl sumarsins.

Fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar að hafist var handa við að hefja vinnslu um leið og skipið kom til hafnar.

„Hér er allt yfirfarið, tandurhreint og fínt og mannskapurinn er klár í slaginn. Samkvæmt fréttum frá Beiti þá er um að ræða stóran makríl, yfir 500 grömm og átan í honum er um 3 þannig að þetta lítur vel út,“ segir Karl Rúnar Róbertsson gæðastjóri í færslunni.

Gert er ráð fyrir að Vilhelm Þorsteinsson EA komi til …
Gert er ráð fyrir að Vilhelm Þorsteinsson EA komi til hafnar með 851 tonn af makríl á morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Á morgun er gert ráð fyrir að Vilhelm Þorsteinsson EA mæti úr Smugunni með 851 tonn af makríl, en Vilhelm og Börkur NK hafa staðið saman að veiðum á því svæði.

Greint er frá því í færslunni að Beitir NK, Börkur NK og Barði NK sem Síldarvinnslan gerir út munu eiga í veiðisamstarfi ásamt Vilhelmi Þorsteinssyni EA og Margréti EA sem samherji gerir út. „Beitir, Börkur og Vilhelm hafa verið að veiðum síðustu daga en Barði og Margrét héldu til veiða í gær.“

Veiði í lögsögunni mikilvæg

Því hefur verið spáð að makríllinn muni ekki ganga í íslenska lögsögu í miklu magni þetta sumarið, frekar en síðustu sumur. Það er þó alltaf einhver óvissa í slíkum spám og eru margir spenntir að sjá hvort frekari afli fæst innan lögsögunnar í sumar.

Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál þar sem tilkall Íslendinga til hlutdeildar í makrílnum styrkist eftir því sem meiri af makrílafla íslenskra skipa fæst úr íslenskri lögsögu. Enn hefur ekki tekist að semja um deilistofna á Norðaustur-Atlantshafi.

mbl.is