Gjörbreyttur raddblær Hilton vakti athygli

Instagram | 2. júlí 2024

Gjörbreyttur raddblær Hilton vakti athygli

Mörgum brá í brún þegar hótelerfinginn og raunveruleikastjarnan Paris Hilton fór með erindi á þingfundi nú á dögunum.

Gjörbreyttur raddblær Hilton vakti athygli

Instagram | 2. júlí 2024

Paris Hilton.
Paris Hilton. AFP/Michael Tran

Mörgum brá í brún þegar hótelerfinginn og raunveruleikastjarnan Paris Hilton fór með erindi á þingfundi nú á dögunum.

Mörgum brá í brún þegar hótelerfinginn og raunveruleikastjarnan Paris Hilton fór með erindi á þingfundi nú á dögunum.

Hilton var þangað mætt til að ræða um nauðsynlegar umbætur á þjónustu við börn og unglinga í viðkvæmri stöðu. Orð hennar vöktu mikla athygli en það sem vakti enn frekari athygli var gjörbreyttur raddblær hótelerfingjans.

Hilton, sem hefur lengi verið þekkt fyrir mjúkan og heldur barnslegan raddblæ, fangaði umsvifalaust eftirtekt þingmanna og annarra þegar hún tyllti sér í ræðustól og byrjaði að tala. Hilton hljómaði öðruvísi en oft áður og var rödd hennar mun dýpri og skýrari. 

Mikil umræða hófst á samfélagsmiðlum í kjölfar þingfundarins og sögðu margir hversu ánægjulegt það var að heyra Hilton tala af einlægni og falsleysi. 

Hilton greindi meðal annars frá reynslu sinni af unglingaheimilum en þegar hún var 16 ára gömul var hún nauðungarvistuð á slíku heimili og upplifði mikið andlegt ofbeldi og vanrækslu. Í dag er Hilton ötul baráttukona fyrir bættri stöðu barna og unglinga.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)



mbl.is