Leggja járnstíg í Esjunni í sumar

Dagmál | 2. júlí 2024

Leggja járnstíg í Esjunni í sumar

Fjallafélagið vonast til að opna járnstíg í Esjunni í sumar. Járnstígur eða via ferrata er klifurleið sem vörðuð er með vírum og þátttakendur fá leiðbeiningar og nauðsynlegan búnað áður en lagt er í klifrið.

Leggja járnstíg í Esjunni í sumar

Dagmál | 2. júlí 2024

Fjallafélagið vonast til að opna járnstíg í Esjunni í sumar. Járnstígur eða via ferrata er klifurleið sem vörðuð er með vírum og þátttakendur fá leiðbeiningar og nauðsynlegan búnað áður en lagt er í klifrið.

Fjallafélagið vonast til að opna járnstíg í Esjunni í sumar. Járnstígur eða via ferrata er klifurleið sem vörðuð er með vírum og þátttakendur fá leiðbeiningar og nauðsynlegan búnað áður en lagt er í klifrið.

Forsprakkar Fjallafélagsins eru þeir bræður Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir. Mikil undirbúningsvinna er að baki og tilskilin leyfi eru að verða klár. Haraldur Örn, oft nefndur pólfari eftir göngu sína á norðurpólinn árið 2000, er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag.

Hann segir þar ferðasögu sína á norðurpólinn sem hann lagði upp í með félaga sínum Ingþóri Bjarnasyni.

Járnstígurinn í Esjunni verður í Búahömrum þar sem Fálkaklettur er. Staðsetningin er um kílómetra vestan við þar sem fólk leggur í göngu á Esjuna. Haraldur Örn segir mikið lagt upp úr því að brautin sé örugg og almenningur geti nýtt sér hana.

Hann segir að vissulega sé þetta öðruvísi áskorun en ganga upp að Steini sem margir þekkja. Fjörutíu metra löng hengibrú verður hluti af leiðinni.

Járnstígurinn í Esjunni verður í Búahömrum þar sem Fálkaklettur er.
Járnstígurinn í Esjunni verður í Búahömrum þar sem Fálkaklettur er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upphaflega klifurleiðir úr síðari heimsstyrjöld

Hann segir ótrúlega mikla vinnu hafa farið í undirbúning og enn séu þetta bara áform, en þeir séu þó á lokametrunum og ef allt gangi eftir geti þeir opnað járnstíginn í sumar.

Via ferrata er þekkt fyrirbæri og má finna stíga og klifurleiðir undir þeim merkjum víða um heim. Rekja má þetta sport til síðari heimstyrjaldarinnar þegar hermenn í Ölpunum og í öðru fjalllendi þurftu að komast leiðar sinnar eða leita skjóls. Þeir lögðu víra til að öruggara væri að komast um fjöllin. Eftir að styrjöldinni lauk fór fólk að nota þessa leiðir og jafnvel bæta við þær. Nú má finna slíkar klifurleiðir um allan heim.

Í viðtalinu sem fylgir fréttinni segir Haraldur Örn frá þessum áformum í Esjunni sem eru langt komin. Hann fer einnig yfir ferðasöguna á norðurpólinn og ýmis ævintýri sem tóku við í framhaldinu. 

Fjallafélagið hefur vaxið hratt síðustu ár og skipuleggur í dag ferðir víða um heim ásamt því að standa að skipulögðum göngum hér heima.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is