Loreen segir ekkert til í sögusögnum

Eurovision | 2. júlí 2024

Loreen segir ekkert til í sögusögnum

Sænska Eurovision-stjarnan Loreen segir ekkert til í þeim orðrómi að hún hafi ekki ætlað að afhenda ísraelska keppandanum sigurgripinn ef ske kynni að Ísreal færi með sigur af hólmi í Eurovision í ár. Sviss vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 

Loreen segir ekkert til í sögusögnum

Eurovision | 2. júlí 2024

Loreen vann Eurovision fyrir Svíþjóð í fyrra.
Loreen vann Eurovision fyrir Svíþjóð í fyrra. AFP/Paul Ellis

Sænska Eurovision-stjarnan Loreen segir ekkert til í þeim orðrómi að hún hafi ekki ætlað að afhenda ísraelska keppandanum sigurgripinn ef ske kynni að Ísreal færi með sigur af hólmi í Eurovision í ár. Sviss vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 

Sænska Eurovision-stjarnan Loreen segir ekkert til í þeim orðrómi að hún hafi ekki ætlað að afhenda ísraelska keppandanum sigurgripinn ef ske kynni að Ísreal færi með sigur af hólmi í Eurovision í ár. Sviss vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 

Mikil ólga var í kringum keppnina í ár vegna stríðs á Gasasvæðinu í Palestínu. Hin ísraelska Eden Goland keppti fyrir hönd Ísraela og var henni spáð góðum árangri. Loreen segir í viðtali við danska Ekstra Bladet að það sé þó ekkert í þeim sögusögnum að hún hafi ætlað að sniðganga Goland í keppninni. 

„Nei það passar ekki,“ sagði Loreen þegar hún var spurð út í þessar sögusagnir. Hún sagðist jafnframt aldrei geta fundið upp á þessari hugmynd. 

„Ég verð ekki plötuð í pólitískum leik til þess að hata bróður eða systur. Þannig hefur mér alltaf liðið. Þú færð mig ekki til þess að taka afstöðu,“ sagði Loreen. 

Þrátt fyrir að Loreen vilji ekki blanda saman pólitík og Eurovision þá er hún ekki alveg afstöðulaus þegar kemur að stríðsátökum. Henni finnst hræðilegt hvernig farið er með líf saklausra borgara. 

Loreen í Eurovision 2024.
Loreen í Eurovision 2024. AFP/Oli Scarff
mbl.is