Stefnir allt í rauða bylgju í Bretlandi

Stefnir allt í rauða bylgju í Bretlandi

Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórsigur Verkamannaflokksins í þingkosningunum í Bretlandi á fimmtudaginn. Kannanir benda til þess að þetta verði mögulega stærsti kosningasigur í sögu breskra þingkosninga.

Stefnir allt í rauða bylgju í Bretlandi

Þingkosningar í Bretlandi 2024 | 2. júlí 2024

Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, hefur reynt að færa flokkinn meira …
Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, hefur reynt að færa flokkinn meira inn á miðjuna. AFP/Oli Scarff

Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórsigur Verkamannaflokksins í þingkosningunum í Bretlandi á fimmtudaginn. Kannanir benda til þess að þetta verði mögulega stærsti kosningasigur í sögu breskra þingkosninga.

Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórsigur Verkamannaflokksins í þingkosningunum í Bretlandi á fimmtudaginn. Kannanir benda til þess að þetta verði mögulega stærsti kosningasigur í sögu breskra þingkosninga.

Könnunarfyrirtækið Survation hefur gert kosningaspá sem spáir því að Verkamannaflokkurinn hljóti 484 af 650 þingsætum í kosningum.

Þá er því spáð að Verkamannaflokkurinn fái 42% allra atkvæða.

Mögulega sögulegar kosnignar

Þetta yrði fordæmalaus sigur en stærsti sigurinn frá seinna stríði hefur hingað til verið kosningasigur Tony Blair árið 1997, þegar Verkamannaflokkurinn hlaut 418 þingsæti.

Íhaldsflokknum er spáð 23% fylgi og 64 þingsætum. Sökum þess að í Bretlandi eru einmenningskjördæmi með aðeins einni umferð þá sigrar sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlýtur í hverjum kjördæmi.

Verður þetta raunin þá verður þetta versta útreið í sögu Íhaldsflokksins í þingkosningum. 

Allt bendir til þess Rishi Sunak, formaður Íhaldsflokksins, verði ekki …
Allt bendir til þess Rishi Sunak, formaður Íhaldsflokksins, verði ekki áfram forsætisráðherra í kjölfar kosninganna. AFP/Justin Tallis

Flokki Farage ekki spáð mörgum sætum

Kosningaspáin notast við stór úrtök til að spá fyrir um niðurstöður fyrir hvert kjördæmi í Bretlandi.

Frjálslyndum demókrötum er spáð 61 þingsæti og Skoska þjóðarflokknum (SNP) er spáð tíu þingsætum.

Umbótaflokki Nigel Farage er aðeins spáð fáeinum þingsætum þrátt fyrir að vera sá flokkur sem nýtur þriðja mests fylgis á landsvísu, en það er vegna kosningakerfisins.

Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, hélt nýverið stóran kosningafund í Birmingham.
Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, hélt nýverið stóran kosningafund í Birmingham. AFP/Justin Tallis
mbl.is