Eitt fyndnasta par landsins flytur til Prag

Borgarferðir | 3. júlí 2024

Eitt fyndnasta par landsins flytur til Prag

Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson brá sér til Prag, höfuðborgar Tékklands, nú á dögunum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér aðstæður þar í borg en parið hefur ákveðið að flytja búferlum til Prag í haust.

Eitt fyndnasta par landsins flytur til Prag

Borgarferðir | 3. júlí 2024

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson brá sér til Prag, höfuðborgar Tékklands, nú á dögunum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér aðstæður þar í borg en parið hefur ákveðið að flytja búferlum til Prag í haust.

Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson brá sér til Prag, höfuðborgar Tékklands, nú á dögunum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér aðstæður þar í borg en parið hefur ákveðið að flytja búferlum til Prag í haust.

Guðmundur ætlar að setjast á skólabekk en hann hlaut nýverið inngöngu í tveggja ára mastersnám í leikstjórn við DAMU-listaháskólann (e. The Academy of Performing Arts in Prague). Hann greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni á dögunum. 

„Við erum sjúklega spennt að takast á við nýjar áskoranir í nýju landi,“ skrifaði Guðmundur meðal annars við færsluna.

Guðmundur og Þuríður Blær, sem eiga saman soninn Arnald Snæ, hafa verið áberandi í íslensku leikhúslífi undanfarin ár og voru einnig virkir þátttakendur í forsetaframboði Baldurs Þórhallssonar en Guðmundur er stjúpsonur Baldurs.

mbl.is