Fjórtán ára stúlka á meðal hinna látnu

Úkraína | 3. júlí 2024

Fjórtán ára stúlka á meðal hinna látnu

Rússneskir hermenn réðust á borgina Dnípró í Úkraínu með dróna- og flugskeytaárásum í morgun. Þrír létust og átján særðust, þar á meðal 14 ára stúlka. 

Fjórtán ára stúlka á meðal hinna látnu

Úkraína | 3. júlí 2024

Þrír létust og 18 særðust í árásinni.
Þrír létust og 18 særðust í árásinni. AFP

Rússneskir hermenn réðust á borgina Dnípró í Úkraínu með dróna- og flugskeytaárásum í morgun. Þrír létust og átján særðust, þar á meðal 14 ára stúlka. 

Rússneskir hermenn réðust á borgina Dnípró í Úkraínu með dróna- og flugskeytaárásum í morgun. Þrír létust og átján særðust, þar á meðal 14 ára stúlka. 

„Óvinurinn heldur áfram að gera hryllilegar árásir,“ sagði Sergí Lisak, héraðsstjóri í Dnípró, í kjölfar árásanna. 

Mikóla Lúkasjúk, yfirmaður héraðsráðs í Dnípró, sagði árásirnar hafa valdið gríðarlegu tjóni í borginni, en ekki er búið að gera grein fyrir öllum afleiðingum árásarinnar.

Íbúar í Dnípró voru um ein milljón fyrir stríð, en rússneski herinn hefur markvisst gert árásir á borgina síðan stríðið hófst í febrúar 2022. Yfir 40 manns létu lífið í árás Rússa á Dnípró í janúar 2023. 

mbl.is