Ómótstæðilega góðar bao bollur með „pulled pork“

Uppskriftir | 3. júlí 2024

Ómótstæðilega góðar bao bollur með „pulled pork“

Þessi réttur er ómótstæðilega góður, svo gott að njóta á góðum degi og leyfa sér aðeins meira. Fyrst sólin skín ekki þá máttu fá þér eitthvað syndsamlega girnilegt að borða eins og þessar dúnmjúku bao bollur með rifnu svínakjöti sem velt er upp úr bragðmikilli hoisin-sósu og bornar eru fram með sterku gochujang majó og sesamsalati. Heiðurinn af þessari uppskrift á Snorri Guðmundsson hjá Matur og myndir en hann er iðinn að birta myndir af réttum sem kalla fram hungur enda allt ómótstæðilega girnilegt sem hann gerir. Enginn sælkeri verður svikinn af þessari máltíð.

Ómótstæðilega góðar bao bollur með „pulled pork“

Uppskriftir | 3. júlí 2024

Ómótstæðilega girnileg bao bolla með rifnu grísakjöti sem búið er …
Ómótstæðilega girnileg bao bolla með rifnu grísakjöti sem búið er að velta upp úr bragðmikilli hoisin-sósu, með gochujang majó og sesamsalati. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Þessi réttur er ómótstæðilega góður, svo gott að njóta á góðum degi og leyfa sér aðeins meira. Fyrst sólin skín ekki þá máttu fá þér eitthvað syndsamlega girnilegt að borða eins og þessar dúnmjúku bao bollur með rifnu svínakjöti sem velt er upp úr bragðmikilli hoisin-sósu og bornar eru fram með sterku gochujang majó og sesamsalati. Heiðurinn af þessari uppskrift á Snorri Guðmundsson hjá Matur og myndir en hann er iðinn að birta myndir af réttum sem kalla fram hungur enda allt ómótstæðilega girnilegt sem hann gerir. Enginn sælkeri verður svikinn af þessari máltíð.

Þessi réttur er ómótstæðilega góður, svo gott að njóta á góðum degi og leyfa sér aðeins meira. Fyrst sólin skín ekki þá máttu fá þér eitthvað syndsamlega girnilegt að borða eins og þessar dúnmjúku bao bollur með rifnu svínakjöti sem velt er upp úr bragðmikilli hoisin-sósu og bornar eru fram með sterku gochujang majó og sesamsalati. Heiðurinn af þessari uppskrift á Snorri Guðmundsson hjá Matur og myndir en hann er iðinn að birta myndir af réttum sem kalla fram hungur enda allt ómótstæðilega girnilegt sem hann gerir. Enginn sælkeri verður svikinn af þessari máltíð.

Bao bollur með pulled pork með hoisin-sósu, gochujang majó og sesamsalati

Fyrir 2

  • 350 g grísahnakki
  • 6 stk. Bao buns, fást frosnar matvöruverslunum
  • 150 g rauðkál
  • 25 g vorlaukur
  • 80 g gulrót
  • 2 stk. radísur
  • 100 ml Hoisin-sósa
  • 30 ml. sesamdressing Kewpie
  • 10 ml sesamfræ ristuð
  • 20 g salthnetur
  • 5 g kóríander
  • 10 ml gochujang
  • 90 ml japanskt majó

Aðferð:

  1. Leggið grísahnakka í lítið eldfast mót, saltið lauslega á báðum hliðum og setjið botnfylli af vatni í mótið.
  2. Lokið mótinu þétt með álpappír og bakið í miðjum ofni við 150°C með yfir og undir hita í 2-3 klukkustundir eða þar til kjötið er orðið lungamjúkt og losnar auðveldlega í sundur þegar togað er í það með 2 göfflum.
  3. Hellið vökvanum frá kjötinu og rífið í sundur. Smakkið til með salti ef þarf.
  4. Sneiðið rauðkál mjög þunnt, helst með mandólíni.
  5. Sneiðið vorlauk, saxið kóríander og salthnetur.
  6. Rífið gulrót með grófu rifjárni.
  7. Setjið allt saman í skál með sesamdressingu og blandið vel saman rétt áður en maturinn er borinn fram.
  8. Hitið smá olíu á pönnu við miðlungshita.
  9. Bætið rifnu grísakjöti út á pönnuna og steikið svo í stutta stund þar til kjötið fer að taka á sig lit.
  10. Bætið hoisin-sósu út á  pönnuna og blandið vel saman við kjötið.
  11. Smakkið til með salti og hitið í gegn. Stráið sesamfræjum yfir kjötið þegar það er tilbúið.
  12. Penslið brauðin með vatni, raðið á ofnplötu með bökunarpappír.
  13. Hyljið með álpappír og setjið svo inn í ofn í 4-6 mínútur, eða þar til þau eru orðin heit og mjúk. Einnig má setja  brauðin á disk, skvetta nokkrum dropum af vatni yfir, hylja svo með plastfilmu og hita í örbylgjuofni í 1 mínútu.
  14. Hrærið gochujang saman við japanskt majónes og sneiðið radísur.
  15. Smyrjið bao brauðin með gochujang majó og raðið svo salati, kjöti og radísum í brauðin.
  16. Berið fram og njótið hvers bita.
mbl.is