Viðurkennir að fjarað geti undan framboðinu

Joe Biden er sagður átta sig á því að hann …
Joe Biden er sagður átta sig á því að hann þurfi að sannfæra almenning um að hann sé með getu til að sinna starfi forseta. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt við einn sinn helsta bandamann að hann viti að hann geti ekki bjargað framboði sínu ef hann nær ekki að sannfæra almenning á næstu dögum um að hann geti sinnt starfinu.

Dagblaðið New York Times greinir frá þessu en greinir ekki frá nafni heimildarmannsins sökum nándar hans við forsetann.

Biden mætir í viðtal á föstudaginn hjá George Staphanopoulos á ABC News og að sögn bandamanns hans þá gerir Biden sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er fyrir hann að standa sig.

Má ekki koma fyrir tvisvar aftur

Biden þótti standa sig afar illa í kappræðunum á móti Trump í síðustu viku. Í þeim var forsetinn hás, átti á köflum erfitt með að gera sig skiljanlegan og gleymdi því hvað hann ætlaði að segja á einum tímapunkti.

„Hann veit að ef svona kemur fyrir tvisvar aftur, þá erum við komnir á annan stað,“ sagði heimildarmaðurinn.

Viðtal NYT við bandamann Bidens er fyrsta vísbending þess efnis, sem kemur fram opinberlega, að forsetinn íhugi alvarlega hvort hann geti náð framboðinu aftur á strik.

Fundar með ríkisstjórum í kvöld

Háttsettur ráðgjafi forsetans segir í samtali við NYT, undir nafnleynd, að Biden átti sig vel á þeim pólitísku áskorunum sem hann glímir nú við.

Í kvöld mun hann funda með ríkisstjórum demókrata til að fullvissa þá um að hann sé hæfur í starfið.

Lloyd Doggett, þingmaður demó­krata í full­trúa­deild­inni, varð í gær fyrsti þingmaður flokks­ins til þess að kalla eft­ir því op­in­ber­lega að Biden mynda draga fram­boð sitt til baka.

Ann­ar þingmaður demó­krata sagði und­ir nafn­leynd við CNN að það væri stór og vax­andi hóp­ur þing­manna flokks­ins sem hefðu veru­leg­ar áhyggj­ur af fram­boði for­set­ans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert