Tzatziki sósan klikkar ekki með grillmatnum

Uppskriftir | 3. júlí 2024

Tzatziki sósan klikkar ekki með grillmatnum

Á sumrin er vinsælt að grilla og þá er ekkert betra en að fá kaldar og ferskar sósur með. Tzatziki sósan er ótrúlega fersk og góð og passar með mörgu, til að mynda með grilluðum fisk, bragðmiklum kjúkling, fersku salati og líka með grilluðu salati. Hún passar í raun með öllum grillmat og líka sem ídýfa með fersku grænmeti.

Tzatziki sósan klikkar ekki með grillmatnum

Uppskriftir | 3. júlí 2024

Tzatziki sósan klikkar ekki þegar þig langar í góða og …
Tzatziki sósan klikkar ekki þegar þig langar í góða og ferska sósu með grillmatnum, fisknum svo fátt sé nefnt. Ljósmynd/Unsplash

Á sumr­in er vin­sælt að grilla og þá er ekk­ert betra en að fá kald­ar og fersk­ar sós­ur með. Tzatziki sós­an er ótrú­lega fersk og góð og pass­ar með mörgu, til að mynda með grilluðum fisk, bragðmikl­um kjúk­ling, fersku sal­ati og líka með grilluðu sal­ati. Hún pass­ar í raun með öll­um grill­mat og líka sem ídýfa með fersku græn­meti.

Á sumr­in er vin­sælt að grilla og þá er ekk­ert betra en að fá kald­ar og fersk­ar sós­ur með. Tzatziki sós­an er ótrú­lega fersk og góð og pass­ar með mörgu, til að mynda með grilluðum fisk, bragðmikl­um kjúk­ling, fersku sal­ati og líka með grilluðu sal­ati. Hún pass­ar í raun með öll­um grill­mat og líka sem ídýfa með fersku græn­meti.

Tzatziki

  • 4 dl vanillujóg­úrt, kó­kosjóg­úrt eða grískt jóg­úrt
  • 2 msk. maj­ónes
  • 2 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1 tsk salt­flög­ur
  • Smá ólífu­olía
  • Rif­in börk­ur af límónu  eft­ir smekk
  • Fersk­ur sítr­ónu- eða límónusafi eft­ir smekk
  • 1-2 msk. fersk­ar kryd­d­jurtir, dill, mynta, graslauk­ur eða kórí­and­er
  • ½ ag­úrka, rif­in niður

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra sam­an jóg­úr­ti og maj­ónesi.
  2. Bætið við pressuðum hvít­lauksrifj­um.
  3. Kryddið með salt­flög­um, límónu­börk og fersk­um kryd­d­jurt­um eft­ir smekk.
  4. Bætið við ör­lít­illi ólífu­olíu.
  5. Setjið síðan ag­úrk­una út í eft­ir að hafa rifið hana niður og kreist saf­ann úr henni. Gott að leggja rifnu ag­úrk­una á eld­hús­bréf þannig að saf­inn fari úr henni.
  6. Setjið smá sítr­ónu- eða límónusafa út í, eft­ir smekk.
  7. Hrærið sam­an og setjið í kæli fyr­ir notk­un.
  8. Skreytið með kryd­d­jurt­um, t.d. fersku dilli, eða graslauk.
  9. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist.
  10. Pass­ar ákaf­lega vel með grilluðum fiski, krydduðum kjúk­ling og sal­a­trétt­um.
mbl.is