„Áfall fyrir bæjarfélagið“

Úkraína | 4. júlí 2024

„Áfall fyrir bæjarfélagið“

„Þetta er áfall fyrir bæjarfélagið á Akranesi að missa þetta félag úr rekstri. Þetta er vagga þekkingar og hugvits og fjöldi verðmætra starfa sem þarna eru,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, um gjaldþrot Skagans 3X.

„Áfall fyrir bæjarfélagið“

Úkraína | 4. júlí 2024

Akranes.
Akranes. mbl.is

„Þetta er áfall fyrir bæjarfélagið á Akranesi að missa þetta félag úr rekstri. Þetta er vagga þekkingar og hugvits og fjöldi verðmætra starfa sem þarna eru,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, um gjaldþrot Skagans 3X.

„Þetta er áfall fyrir bæjarfélagið á Akranesi að missa þetta félag úr rekstri. Þetta er vagga þekkingar og hugvits og fjöldi verðmætra starfa sem þarna eru,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, um gjaldþrot Skagans 3X.

Auk þess fjölda fólks sem missir störf sín nefnir hann undirverktaka og þjónustustörf sem verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu.

Áhrif vegna Úkraínustríðs og Covid-19

Spurður út í aðdraganda gjaldþrotsins segir hann bæjaryfirvöld á Akranesi hafa verið í ágætu samstarfi við stjórnendur fyrirtækisins. Stórir atburðir liðinna ára hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Nefnir hann sérstaklega afleiðingar af völdum stríðsins í Úkraínu, þar á meðal viðskiptabann, og af völdum kórónuveirunnar.

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vorum vongóð um að það tækist að ná fyrirtækinu aftur fyrir vindinn en því miður er þetta staðan,“ segir hann.

Starfsmönnum Skagans 3X var tilkynnt um gjaldþrotið á fundi í morgun. Haraldur segir fólkið hafa í kjölfarið farið til síns heima og að næstu dagar fari í að finna skiptastjóra.

Skaginn 3X á Akranesi er gjaldþrota.
Skaginn 3X á Akranesi er gjaldþrota. Ljósmynd/Skaginn 3X

Mjög framsækið fyrirtæki

Hann nefnir að Skaginn 3X sé þekkingarfyrirtæki sem hafi verið mjög framsækið á sviði tækni, nýsköpunar og þróunar. Tækjabúnaður fyrir matvælaiðnað hafi verið meginstarfsemi félagsins en matvælaframleiðsla sé stóra verkefni heimsins í dag.

Skaginn 3X hefur verið með bækistöðvar við Bakkatún á Akranesi þar sem skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts var áður til húsa.

mbl.is