Bitinn af rottu og slær í gegn á TikTok

TikTok | 4. júlí 2024

Bitinn af miðbæjarrottu og slær í gegn á TikTok

TikTok-myndband þar sem ungur íslenskur maður tekur rottu í fang sér fyrir utan skemmtistað í Reykjavík hefur slegið í gegn í netheimum. 

Bitinn af miðbæjarrottu og slær í gegn á TikTok

TikTok | 4. júlí 2024

Maðurinn ungi var djarfari en margir og tók meindýrið í …
Maðurinn ungi var djarfari en margir og tók meindýrið í hendur sér. Samsett mynd

TikTok-myndband þar sem ungur íslenskur maður tekur rottu í fang sér fyrir utan skemmtistað í Reykjavík hefur slegið í gegn í netheimum. 

TikTok-myndband þar sem ungur íslenskur maður tekur rottu í fang sér fyrir utan skemmtistað í Reykjavík hefur slegið í gegn í netheimum. 

Rottan virðist þó ekki parsátt með að vera handleikin af manninum og bítur í hönd hans.

Myndbandið hefur fengið yfir 72 þúsund áhorf á miðlinum en myndbandið er tekið upp bak við skemmtistaðinn American Bar í Vallarstræti við Austurvöll. 

Má þar heyra upptökumanninn segja „Þú ert eins og Ron Weasly maður,“ en Ron Weasly, besti vinur Harry Potter í samnefndum bóka- og kvikmyndaflokki, átti einmitt rottu að gæludýri. 

Virðist dýrið í myndbandinu þó að öllum líkindum vera miðbæjarrotta en ekki gæludýr.

mbl.is