Frú Ragnheiður hefur frá árinu 2022 dreift hátt í 1.300 pakkningum af naloxón-nefúðum sem innihalda tvo nefúða hver. Þá hafa þau dreift þeim ýmist til einstaklinga, stofnana eða skemmtistaða. Þetta segir Sólveig Gísladóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar, í samtali við mbl.is.
Frú Ragnheiður hefur frá árinu 2022 dreift hátt í 1.300 pakkningum af naloxón-nefúðum sem innihalda tvo nefúða hver. Þá hafa þau dreift þeim ýmist til einstaklinga, stofnana eða skemmtistaða. Þetta segir Sólveig Gísladóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar, í samtali við mbl.is.
Frú Ragnheiður hefur frá árinu 2022 dreift hátt í 1.300 pakkningum af naloxón-nefúðum sem innihalda tvo nefúða hver. Þá hafa þau dreift þeim ýmist til einstaklinga, stofnana eða skemmtistaða. Þetta segir Sólveig Gísladóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar, í samtali við mbl.is.
Naloxón-nefúði er mótefni við of stórum skammti af ópíóíða og er notað sem neyðarmeðferð.
Nú er lyfið lyfseðilsskylt en heilbrigðisráðuneytið hefur verið með það í vinnslu síðan í apríl í fyrra að koma lyfinu í lausasölu. Helsta hindrunin felst í samningsskuldbindingum markaðsleyfishafa lyfsins í Noregi við þriðja aðila.
„Þetta er mjög mikilvægt skaðaminnkandi inngrip og við viljum sjá naloxón sem víðast og koma þessu sem mest í umferð,“ segir Sólveig og kallar eftir því að fleiri heilbrigðisstofnanir, eins og heilsugæslur, flytji inn lyfið og það komist þar af leiðandi í frekari umferð.
„Ég myndi vilja sjá þetta aðgengilegra á til dæmis heilsugæslum, því þær hafa sama leyfi og við til að sækja um þetta og fá að dreifa þessu eins og við.“
Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverjar aðrar skaðaminnkandi aðgerðir í málaflokknum á meðan að beðið er eftir að naloxón komist í lausasölu, segir hún að það megi margt betur fara í málaflokknum.
„Það þarf að leggja áherslu á að koma fólki í húsnæði og öruggt skjól, því allt of margir glíma við heimilisleysi til lengri tíma. Aðgengi að meðferðum verður að vera betra og boðið upp á fjölbreyttari meðferðarúrræði sem henta breiðari hóp," segir Sólveig.
Þá segir hún að erfitt sé að komast inn í allar meðferðir og afvötnun, sem sé mjög alvarlegt mál.