Fulltrúar Ungs Jafnaðarfólks (UJ), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, eru nú staddir í Bretlandi að aðstoða breska Verkamannaflokkinn á lokametrunum í kosningabaráttu sinni. Kjörstaðir loka klukkan 22 á staðartíma.
Fulltrúar Ungs Jafnaðarfólks (UJ), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, eru nú staddir í Bretlandi að aðstoða breska Verkamannaflokkinn á lokametrunum í kosningabaráttu sinni. Kjörstaðir loka klukkan 22 á staðartíma.
Fulltrúar Ungs Jafnaðarfólks (UJ), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, eru nú staddir í Bretlandi að aðstoða breska Verkamannaflokkinn á lokametrunum í kosningabaráttu sinni. Kjörstaðir loka klukkan 22 á staðartíma.
„Við komum á þriðjudaginn og eru búin að vera með sjálfboðaliðum hjá verkamannaflokknum að banka á hurðir og tala við kjósendur,“ segir Jóhannes Óli Sveinsson í samtali við mbl.is en hann er einn af fjórum fulltrúum UJ sem fóru út til Bretlands.
Tveir þingmenn Samfylkingarinnar, þau Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, eru einnig að veita verkamannaflokknum liðsstyrk ásamt tveimur starfsmönnum Samfylkingarinnar.
Jóhannes segir þetta hafa gengið vel og verið skemmtilegt í alla staði.
„Bretinn tekur þessu bara eiginlega mjög vel, ég er svona stundum í veseni með, ég ætla ekki að fara skóla einhverja Breta í þeirra eigin málefnum,“ segir hann.
Eru menn ekkert hissa á því að það séu Íslendingar komnir til að reyna sannfæra þá um hvað þeir eigi að kjósa?
„Það kemur nú ekki oft upp að við séum frá Íslandi, ég held fólk gefi sér að við séum bara Bretar eða að við búum alla veganna hérna.
Þannig ungir jafnaðarmenn eru afar sleipir í enskunni?
„Já heldur betur og við erum búin að æfa okkur sko.“
Og með hreiminn á hreinu?
„Já heldur betur,“ segir Jóhann með norðlenskum hreim enda alinn upp á Húsavík.
UJ á Íslandi fer reglulega út og hittir ungt jafnaðarfólk í öðrum löndum og þar á meðal í Bretlandi, labour youth.
„Við heyrðum bara í þeim fyrir kosningar og spurðum hvort þeim vantaði ekki hjálp. Þetta er auðvitað mjög spennandi fyrir okkur að fá að læra hérna af því að hérna eru þau búin að breyta flokknum, búin að færa sig nær fólkinu og eru að uppskera núna,“ segir Jóhannes.
Hann segir að kosningabaráttan í Bretlandi fari öðruvísi fram en á Íslandi. Langmesta áherslan sé á að ganga í hús og taka spjallið augliti til auglitis. Lítil áhersla sé lögð á að hringja í fólk.
Jóhannes segist vonast eftir því að Samfylkingin tileinki sér þessa aðferð í þeim kosningum sem framundan eru. „Ég vona það mjög mikið af því að bæði er þetta mjög effektívt (í. áhrifaríkt) og svo er þetta mjög skemmtilegt.“
Framundan eftir lokun kjörstaða er kosningavaka hjá hópnum, í kjördæmi Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins.
Hverjar eru ykkar væntingar, hvernig haldið þið að kosningarnar fari?
„Þær eru mjög miklar, við erum hérna með gæja sem heitir Ryan og hann er orðinn svo peppaður að hann heldur að við séum að fara að fá bestu niðurstöðuna í sögunni, sem mér skilst að sé frekar líklegt,“ segir Jóhannes.
Þau hafa verið að ganga í hús í kjördæmum sem ekki hafa haft þingmann frá Verkamannaflokknum lengi eða í sumum tilvikum aldrei.
„Þar allstaðar talar fólk eins og við séum að fá það núna. Ég held að það verði drullu gaman hjá okkur í kvöld sko,“ segir hann.
Væntingar ungu jafnaðarmannanna frá Íslandi eiga mjög líklega eitthvað undir sér. Kosningaspá könnunarfyrirtækisins Survation spáir því að Verkamannaflokkurinn hljóti 484 af 650 þingsætum í kosningunum.