Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur brugðist við spáðum stórsigri Verkamannaflokksins.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur brugðist við spáðum stórsigri Verkamannaflokksins.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur brugðist við spáðum stórsigri Verkamannaflokksins.
„Þakkir til allra sem hafa unnið fyrir Verkamannaflokkinn í þessum kosningum, til allra sem kusu okkur og settu traust sitt á okkar breytta Verkamannaflokki,“ sagði Keir Starmer á Twitter.
Samkvæmt útgönguspá þá er Verkamannaflokknum spáð 410 sætum og bætir við sig 209 þingsætum. Þetta myndi tryggja flokknum afgerandi meirihluta á þingi og allt stefnir í að Starmer taki við embætti forsætisráðherra.
Íhaldsflokknum er spáð 131 þingsæti og tapar því 241 þingsæti. Fyrir kosningarnar höfðu kannanir bent til þess að flokkurinn myndi aðeins fá um 100 þingsæti.
Ef útgönguspáin stenst þá verður þetta verri niðurstaða fyrir Íhaldsflokkinn heldur en árið 1997 þegar flokkurinn fékk sögulega fá þingsæti, eða 165.
Kjörstaðir lokuðu í Bretlandi klukkan 21 að íslenskum tíma og eins og hefð er fyrir þá birtist útgönguspá strax í kjölfarið. Útgönguspáin að þessu sinni var unnin af könnunarfyrirtækinu Ipsos, sem er í samvinnu við BBC, ITV News og Sky News.