Mætt á OnlyFans með tásumyndir

Poppkúltúr | 4. júlí 2024

Mætt á OnlyFans með tásumyndir

Breska söng- og leikkonan Lily Allen hefur stofnað aðgang á áskriftarsíðunni OnlyFans. Allen, sem skaust upp á stjörnuhimininn með laginu Smile árið 2006, ætlar sér aðeins að birta ljósmyndir af tánum á sér.

Mætt á OnlyFans með tásumyndir

Poppkúltúr | 4. júlí 2024

Enska söngkonan Lily Allen.
Enska söngkonan Lily Allen. AFP

Breska söng- og leikkonan Lily Allen hefur stofnað aðgang á áskriftarsíðunni OnlyFans. Allen, sem skaust upp á stjörnuhimininn með laginu Smile árið 2006, ætlar sér aðeins að birta ljósmyndir af tánum á sér.

Breska söng- og leikkonan Lily Allen hefur stofnað aðgang á áskriftarsíðunni OnlyFans. Allen, sem skaust upp á stjörnuhimininn með laginu Smile árið 2006, ætlar sér aðeins að birta ljósmyndir af tánum á sér.

Söng- og leikkonan rukkar áskrifendur sína um átta pund á mánuði eða því sem samsvarar rétt tæplega 1.500 krónum. Þegar hafa margir gerst áskrifendur. 

Allen ræddi um vinsældir táa sinna í hlaðvarpsþættinum Miss Me? á dögunum en tær hennar fengu víst fullt hús stiga á vefsíðunni WikiFeet nýverið. Eftir að hún komst að því ákvað hún að skrá sig til leiks á OnlyFans og græða smá aukapening. 

Vinsældir vefsíðunnar OnlyFans fara sívaxandi en hún var stofnuð árið 2016. Margar þekktar stjörnur úr Hollywood-heiminum nýta miðilinn til þess að ná sér í frekari tekjur og athygli með því að selja myndir og myndbönd.

Á meðal þeirra sem halda úti áskriftarsíðum á miðlinum eru Denise Richards, Iggy Azalea, Carmen Electra, DJ Khaled, Chris Brown og Drea de Matteo.  

mbl.is