Meta bankasöluna jákvæðasta fyrir efnahagslífið

Meta bankasöluna jákvæðasta fyrir efnahagslífið

Viðskiptaráð Íslands hefur lokið úttekt sinni á efnahagslegum áhrifum af öllum þeim þingmálum sem samþykkt voru á nýafstöðnum þingvetri. Samtals voru 63 þingmál ríkisstjórnarinnar samþykkt, sem höfðu áhrif á íslenskt efnahagslíf, en að mati Viðskiptaráðs voru samanlögð áhrif þeirra lítillega jákvæð.

Meta bankasöluna jákvæðasta fyrir efnahagslífið

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 4. júlí 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur lokið úttekt sinni á efnahagslegum áhrifum af öllum þeim þingmálum sem samþykkt voru á nýafstöðnum þingvetri. Samtals voru 63 þingmál ríkisstjórnarinnar samþykkt, sem höfðu áhrif á íslenskt efnahagslíf, en að mati Viðskiptaráðs voru samanlögð áhrif þeirra lítillega jákvæð.

Viðskiptaráð Íslands hefur lokið úttekt sinni á efnahagslegum áhrifum af öllum þeim þingmálum sem samþykkt voru á nýafstöðnum þingvetri. Samtals voru 63 þingmál ríkisstjórnarinnar samþykkt, sem höfðu áhrif á íslenskt efnahagslíf, en að mati Viðskiptaráðs voru samanlögð áhrif þeirra lítillega jákvæð.

Það voru þó ellefu mál sem höfðu umtalsverð neikvæð áhrif, en dæmi um frumvörp sem féllu í þann flokk voru fjárlagafrumvarp, frumvarp um sérstakan vaxtastuðning, frumvarp um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, húsaleigulög og frumvarp um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir sérstaklega einkennandi meðal þessara frumvarpa að þar sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum sem vinni jafnframt gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun verðbólgu og vaxta.

„Þeim frumvörpum má skipta í tvennt: ófjármögnuð útgjöld ofan í háa verðbólgu annars vegar og íþyngjandi kvaðir hins vegar. Ríkisstjórnin hefur gefið út að lækkun verðbólgu og vaxta sé í forgangi, en sum ráðuneytin tóku af þessu að dæma ekki þátt í þeirri vegferð í vetur.“

Björn segir frumvörp tengd nýsamþykktum kjarasamningum gott dæmi um þetta, en þar hafi stjórnvöld til að mynda samþykkt útgjaldaaukningu upp á milljarða á hverju ári.

Á myndinni má sjá efnahagsleg áhrif þingmála eftir ráðuneytum.
Á myndinni má sjá efnahagsleg áhrif þingmála eftir ráðuneytum. mbl.is/mbl.is

Muni hafa markverð áhrif til lækkunar ríkisskulda

Sex frumvörp þóttu þó hafa nokkuð góð efnahagsleg áhrif og má þar til dæmis nefna frumvörp um opinber innkaup og um opinn aðgang að opinberum upplýsinga. Frumvarp fjármálaráðherra um sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka stóð þó upp úr sem það frumvarp sem ráðið taldi hafa bestu áhrifin á íslenskt efnahagslíf.

Björn segir samþykkt þess sérstaklega ánægjuleg tíðindi, þar sem salan muni hafa markverð áhrif til lækkunar ríkisskulda. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

mbl.is