Framkvæmdir við nýtt húsnæði á reit Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum ganga vel. Um er að ræða 5.600 fermetra nýbyggingu á tveimur hæðum og verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð.
Framkvæmdir við nýtt húsnæði á reit Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum ganga vel. Um er að ræða 5.600 fermetra nýbyggingu á tveimur hæðum og verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð.
Framkvæmdir við nýtt húsnæði á reit Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum ganga vel. Um er að ræða 5.600 fermetra nýbyggingu á tveimur hæðum og verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð.
„Framkvæmdin er ennþá á áætlun samkvæmt Eyktarmönnum. Við erum að stefna á að geta byrjað að nota neðri hæðina í janúar fyrir saltfiskinn. Í dag er platan á fyrstu hæðinni á lokametrunum í þrónni og í portinu er að verða klárt í að byrja á plötunni á 1 hæð,“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar, í færslu á vef útgerðarinnar.
Tilkynnt var um nýbygginguna í fyrra og stendur til að hún sé tilbúin fyrir vetrarvertíðina 2025.
Um leið og platan á fyrstu hæð er tilbúin verður farið í að steypa plötuna á annarri hæð og hækka veggina að austan, útskýrir Willum.
„Þar sem við erum að notast við útveggina í þrónni er uppbyggingin ekki svo seinleg. Mesta vinnan hefur verið að leggja lagnasúpu undir plötuna í grunninn til að uppfylla allar kröfur um hreinsun og frádælingu,“ útskýrir hann.