Disney erfingi vill að Biden dragi sig úr framboði

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 5. júlí 2024

Disney erfingi vill að Biden dragi sig úr framboði

Joe Biden Bandaríkjaforseti stendur nú frammi fyrir uppreisn frá nokkrum auðugum stuðningsmönnum Demókrataflokksins.

Disney erfingi vill að Biden dragi sig úr framboði

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 5. júlí 2024

Abigail Disney vill a Biden stígi til hliðar í forsetaframboðinu …
Abigail Disney vill a Biden stígi til hliðar í forsetaframboðinu og að Kamala Harris taki við. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti stendur nú frammi fyrir uppreisn frá nokkrum auðugum stuðningsmönnum Demókrataflokksins.

Joe Biden Bandaríkjaforseti stendur nú frammi fyrir uppreisn frá nokkrum auðugum stuðningsmönnum Demókrataflokksins.

Erfingi Disney-fjölskyldunnar, Abigail Disney, segir að hún muni ekki lengur veita flokknum fjármagn nema Biden stígi til hliðar í forsetaframboðinu eftir frammistöðu hans í nýlegum kappræðum.

CNBC greindi frá

Fullviss um að Biden tapi 

„Ég mun stöðva öll framlög til flokksins nema að þeir skipti Biden út. Þetta er raunsæi, ekki vanvirðing. Biden er góður maður og hefur þjónað landi sínu afburðavel, en áhættan er of mikil,“ sagði Abigail Disney í yfirlýsingu til CNBC.

„Ef Biden stígur ekki til hliðar munu Demókratar tapa. Um það er ég fullviss. Afleiðingarnar af tapi munu verða virkilega alvarlegar.“

Joe Biden og Kamala Harris.
Joe Biden og Kamala Harris. AFP

Segir að Kamala Harris sé góður kostur

Disney benti á Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, væri góður valkostur í stað Bidens og hélt því fram að hún gæti sigrað Trump.

Disney telur að ef Demókratar myndu umbera galla hennar eins og þeir umbera galla Bidens, og myndu sýna henni almennilegan stuðning.

Þá myndi hún sigra Trump með yfirburðum. Disney vill einnig meina að skortur af stuðning í garð Harris sé vegna kynþáttar hennar og kyns.

Disney er ekki ein um að ætla að stöðva framlög til flokksins nema Biden hætti við framboð sitt.

Gideon Stein, forseti Moriah Fund, sagði að hann hafi ákveðið að stöðva fyrirhuguð framlög upp á 3,5 milljónir dollara, sem ætlað var til góðgerðarsamtaka og pólitískra samtaka tengdum forsetakosningunum muni Biden ekki stíga til hlíðar.

mbl.is