Rachel Reeves hefur verið skipuð fjármálaráðherra Bretlands. Reeves er fyrsta konan til að gegna embættinu frá stofnun þess fyrir 800 árum.
Rachel Reeves hefur verið skipuð fjármálaráðherra Bretlands. Reeves er fyrsta konan til að gegna embættinu frá stofnun þess fyrir 800 árum.
Rachel Reeves hefur verið skipuð fjármálaráðherra Bretlands. Reeves er fyrsta konan til að gegna embættinu frá stofnun þess fyrir 800 árum.
„Það er heiður lífs míns að vera skipuð í embætti fjármálaráðherra,“ skrifaði Reeves á Twitter-reikning sinn.
„Því fylgir söguleg ábyrgð að vera fyrsta konan til að gegna embættinu.“
„Til hverrar ungrar stúlku og konu sem les þessi orð mín, látum daginn í dag kenna okkur að metnaður á sér engar takmarkanir,“ skrifaði Reeves
Reeves er úr suðurhluta London og starfaði sem hagfræðingur þar til hún var kjörin þingmaður árið 2010.
Yngri systir hennar Ellie Reeves hefur einnig setið sem þingmaður Verkamannaflokksins síðan 2017.