Hækkar um allt að 9,5 metra

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. júlí 2024

Hækkar um allt að 9,5 metra

Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að hækkun varnargarðsins, þar sem hraun flæddi yfir í síðasta gosi, gangi vel.

Hækkar um allt að 9,5 metra

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. júlí 2024

„Þetta gengur mjög vel og þessi hækkun ætti að vera …
„Þetta gengur mjög vel og þessi hækkun ætti að vera búin fyrir verslunarmannahelgi,“ segir Hörn. mbl.is/Eyþór

Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að hækkun varnargarðsins, þar sem hraun flæddi yfir í síðasta gosi, gangi vel.

Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að hækkun varnargarðsins, þar sem hraun flæddi yfir í síðasta gosi, gangi vel.

Áætlað er að verkinu ljúki fyrir verslunarmannahelgi. Varnargarðurinn sem um ræðir ber heitið L1 og gengur út frá Sýlingarfelli en hraun náði að flæða yfir hann undir lok síðasta eldgoss og því var ráðist í að hækka hann.

Varnargarðurinn er mishár en almennt er verið að hækka hann um 4-9,5 metra á mismunandi stöðum. Það þýðir að hæð varnargarðsins verður á bilinu 10-21 metri.

„Þetta gengur mjög vel og þessi hækkun ætti að vera búin fyrir verslunarmannahelgi,“ segir Hörn.

Það þarf fjölda starfsmanna til þess að sinna uppbyggingunni og nefnir hún að í gærmorgun hafi á bilinu 30-35 verið að störfum í Svartsengi við hækkunina. Enn á eftir að keyra líkön til
þess að sjá hvort hraun hefði náð Svartsengisvirkjun án varnargarðanna en hún segir ljóst að í síðasta gosi hafi að minnsta kosti ekki mikið vantað upp á.

mbl.is