Lúxusvilla í Akrahverfinu vekur athygli

Heimili | 5. júlí 2024

Lúxusvilla í Akrahverfinu vekur athygli

Við Dalakur 3 í Akrahverfinu í Garðabæ er að finna einstaklega smekklegt 279 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið er teiknað af Kristjáni Ragnarssyni arkitekt hjá KR Ark og var reist 2014. Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði húsið að innan. Stórir gluggar prýða húsið og er hátt til lofts. 

Lúxusvilla í Akrahverfinu vekur athygli

Heimili | 5. júlí 2024

Allar innréttingar í húsinu voru hannaðar af Rut Káradóttur.
Allar innréttingar í húsinu voru hannaðar af Rut Káradóttur. Samsett mynd

Við Dalakur 3 í Akrahverfinu í Garðabæ er að finna einstaklega smekklegt 279 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið er teiknað af Kristjáni Ragnarssyni arkitekt hjá KR Ark og var reist 2014. Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði húsið að innan. Stórir gluggar prýða húsið og er hátt til lofts. 

Við Dalakur 3 í Akrahverfinu í Garðabæ er að finna einstaklega smekklegt 279 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið er teiknað af Kristjáni Ragnarssyni arkitekt hjá KR Ark og var reist 2014. Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði húsið að innan. Stórir gluggar prýða húsið og er hátt til lofts. 

Eldhúsið og stofan eru samliggjandi en þar má sjá bæsaðar innréttingar sem sérsmíðaðar voru hjá Smíðaþjónustunni. Í eldhúsinu er mikið skápapláss og innréttingar ná hátt upp í loft. Eldhúsið er búið öllu því helsta sem fólki dreymir um eins og tækjaskáp, tveimur ofnum og glerskáp fyrir spariglös. Úr loftinu fyrir ofan eyjuna er kassi sem hefur að geyma viftu og góða lýsingu. 

Í eldhúsinu er sérsmíðaður glerskápur fyrir spariglös.
Í eldhúsinu er sérsmíðaður glerskápur fyrir spariglös.
Háfurinn fyrir ofan eyjuna er klæddur með stáli.
Háfurinn fyrir ofan eyjuna er klæddur með stáli.

Í stofunni setur stór gasarinn svip sinn á rýmið ásamt niðurlímda parketinu. 

Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Dalakur 3

Allar innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni.
Allar innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni.
Niðurlímt parket prýðir heimilið.
Niðurlímt parket prýðir heimilið.
mbl.is