Nýr kjarasamningur Eflingar samþykktur

Kjaraviðræður | 5. júlí 2024

Nýr kjarasamningur Eflingar samþykktur

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar var samþykktur í dag. Félagsmenn Eflingar samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta.

Nýr kjarasamningur Eflingar samþykktur

Kjaraviðræður | 5. júlí 2024

Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu kjarasamning í júní.
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu kjarasamning í júní. Ljósmynd/Efling

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar var samþykktur í dag. Félagsmenn Eflingar samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta.

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar var samþykktur í dag. Félagsmenn Eflingar samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta.

Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk klukkan 10 í morgun og samþykktu 88 prósent þeirra sem tóku þátt samninginn, að því er segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.

Aðeins 9 prósent voru andvíg samningnum og 3 prósent tóku ekki afstöðu í kosningunni. Kjörsókn var 19 prósent.

Gildir afturvirkt frá apríl á þessu ári

Samningaviðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar höfðu staðið yfir frá því um miðjan apríl þegar kjarasamningur var undirritaður 20. júní. Hefur hann nú, sem fyrr segir, verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl í ár og til 31. mars 2028. Eru félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hvattir til að kynna sér samninginn og fylgjast með að allar greiðslur séu réttar við næstu útgreiðslu launa.

mbl.is