Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar var samþykktur í dag. Félagsmenn Eflingar samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta.
Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar var samþykktur í dag. Félagsmenn Eflingar samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta.
Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar var samþykktur í dag. Félagsmenn Eflingar samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta.
Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk klukkan 10 í morgun og samþykktu 88 prósent þeirra sem tóku þátt samninginn, að því er segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.
Aðeins 9 prósent voru andvíg samningnum og 3 prósent tóku ekki afstöðu í kosningunni. Kjörsókn var 19 prósent.
Samningaviðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar höfðu staðið yfir frá því um miðjan apríl þegar kjarasamningur var undirritaður 20. júní. Hefur hann nú, sem fyrr segir, verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.
Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl í ár og til 31. mars 2028. Eru félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hvattir til að kynna sér samninginn og fylgjast með að allar greiðslur séu réttar við næstu útgreiðslu launa.