Nýtt met var slegið í blíðskaparveðri á höfuðborgarsvæðinu í gær, en þá sýndu mælar á hjólastígum að yfir 17.000 reiðhjól höfðu farið þar um. Með þessu er fyrra met frá því í fyrra slegið um tæplega 1.300 mæld reiðhjól yfir sólarhring.
Nýtt met var slegið í blíðskaparveðri á höfuðborgarsvæðinu í gær, en þá sýndu mælar á hjólastígum að yfir 17.000 reiðhjól höfðu farið þar um. Með þessu er fyrra met frá því í fyrra slegið um tæplega 1.300 mæld reiðhjól yfir sólarhring.
Nýtt met var slegið í blíðskaparveðri á höfuðborgarsvæðinu í gær, en þá sýndu mælar á hjólastígum að yfir 17.000 reiðhjól höfðu farið þar um. Með þessu er fyrra met frá því í fyrra slegið um tæplega 1.300 mæld reiðhjól yfir sólarhring.
Reykjavíkurborg vekur athygli á metinu á Facebook, en þar kemur fram að á mælum á höfuðborgarsvæðinu hafi samtals mælst 17.277. Fyrra metið er frá 24. ágúst í fyrra, en þann sólarhring mældust 16.006 hjól á stígum höfuðborgarsvæðisins.
Þeir mælar sem eru á stígum borgarinnar gera greinarmun á reiðhjólum, gangandi og hlaupahjólum.
Líkt og mbl.is hefur áður fjallað um hefur hjólandi fjölgað hægt og örugglega á undanförnum árum, bæði yfir vetur og sumar. Fyrir nokkrum árum fjölgaði hjólandi mest miðsvæðis í Reykjavík en síðustu tvö ár hefur fjölgunin ekki síst verið í úthverfum og öðrum sveitarfélögum en Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar mbl.is tók stöðuna í apríl höfðu aldrei fleiri verið á ferðinni á reiðhjólum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi árs.
Í fyrra var metár yfir sumartímann, en aldrei áður höfðu fleiri verið á ferðinni yfir júní, júlí og ágúst, en maí var hins vegar nokkru minni en árin þar á undan. Helgaðist það meðal annars af veðuraðstæðum í fyrra.