Orban í óvæntri heimsókn til Pútíns

Úkraína | 5. júlí 2024

Orban í óvæntri heimsókn til Pútíns

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að ræða um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa gagnrýnt ferðina harkalega.

Orban í óvæntri heimsókn til Pútíns

Úkraína | 5. júlí 2024

Orban og Pútín ræddu saman í Moskvu í dag.
Orban og Pútín ræddu saman í Moskvu í dag. AFP/Valerí Sjarífúlín

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að ræða um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa gagnrýnt ferðina harkalega.

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að ræða um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa gagnrýnt ferðina harkalega.

Sagði Pútín við fjölmiðla í dag að hann byggist við því að Orban myndi tala við hann fyrir hönd Evrópu, þar sem Ungverjar gegni nú formennsku í Evrópusambandinu.

Fyrr í vikunni heimsótti Orban Úkraínu. Hann hafði ekki heim­sótt landið frá því Rúss­ar réðust inn í það í fe­brú­ar 2022. Orban hefur verið sá leiðtogi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem hef­ur mest gagn­rýnt fjár­stuðning Evr­ópu­sam­bands­ins við Úkraínu­menn í stríðinu gegn Rúss­um. 

Ekki fulltrúi ESB 

Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa brugðist harkalega við heimsókn Orbans til Rússlands. 

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ferðina eru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún segir að samheldni þurfi til að ná varanlegum firði í Úkraínu.

Þá skrifar Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að Orban sé ekki fulltrúi sambandsins í þessari heimsókn sinni. 

mbl.is