Segir gjaldþrot Skagans vera áfall og skýtur á VG

Hvalveiðar | 5. júlí 2024

Segir gjaldþrot Skagans vera áfall og skýtur á VG

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir í færslu á facebook að gjaldþrot Skagans 3X sé áfall fyrir samfélagið á Akranesi. Sendir hann svo pillu á matvælaráðherra Vinstri grænna.

Segir gjaldþrot Skagans vera áfall og skýtur á VG

Hvalveiðar | 5. júlí 2024

Teitur Björn segir að það sé af ástæðu að barist …
Teitur Björn segir að það sé af ástæðu að barist er gegn fyrirætlunum ráðherra VG að banna hvalveiðar. mbl.is/Hallur Már

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir í færslu á facebook að gjaldþrot Skagans 3X sé áfall fyrir samfélagið á Akranesi. Sendir hann svo pillu á matvælaráðherra Vinstri grænna.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir í færslu á facebook að gjaldþrot Skagans 3X sé áfall fyrir samfélagið á Akranesi. Sendir hann svo pillu á matvælaráðherra Vinstri grænna.

„Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi er reiðarslag. Mest fyrir þá starfsmenn sem nú eru í óvissu um lífsviðurværi sitt og framtíðarmöguleika. En ekki síður er þetta áfall fyrir samfélagið allt á Akranesi,“ skrifar Teitur í færslu á facebook.

Deilir áhyggjum Vilhjálms

Hann kveðst deila þungum áhyggjum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, af alvarlegri stöðu atvinnulífsins á svæðinu.

„Það er af ástæðu sem barist er gegn fyrirætlunum ráðherra VG að stöðva hvalveiðar á Íslandi. Það er af ástæðu sem þrýst er á úrlausnir í orkumálum svo ekki þurfi að koma til frekari skerðinga á framleiðslu á Grundartanga og víðar vegna orkuskorts og veikburða flutningskerfis.

Hvað þá að við hættum að glutra niður margvíslegum tækifærum til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar af þeim sökum,“ skrifar hann.

mbl.is