Stórmerkilegar kosningar að baki og Farage á þing

Stórmerkilegar kosningar að baki og Farage á þing

Merkilegar kosningar eru yfirstaðnar í Bretlandi og Verkamannaflokkurinn hefur tekið við stjórn landsins með afgerandi meirihluta, eða 412 þingsætum af 650. Þrátt fyrir það þá er þetta ekki endilega stórsigur Verkamannaflokksins, heldur algjört afhroð Íhaldsflokksins.

Stórmerkilegar kosningar að baki og Farage á þing

Þingkosningar í Bretlandi 2024 | 5. júlí 2024

Nigel Farage, formaður Umbótaflokksins, er kominn með sæti á breska …
Nigel Farage, formaður Umbótaflokksins, er kominn með sæti á breska þinginu. AFP/Ben Stansall

Merkilegar kosningar eru yfirstaðnar í Bretlandi og Verkamannaflokkurinn hefur tekið við stjórn landsins með afgerandi meirihluta, eða 412 þingsætum af 650. Þrátt fyrir það þá er þetta ekki endilega stórsigur Verkamannaflokksins, heldur algjört afhroð Íhaldsflokksins.

Merkilegar kosningar eru yfirstaðnar í Bretlandi og Verkamannaflokkurinn hefur tekið við stjórn landsins með afgerandi meirihluta, eða 412 þingsætum af 650. Þrátt fyrir það þá er þetta ekki endilega stórsigur Verkamannaflokksins, heldur algjört afhroð Íhaldsflokksins.

Verkamannaflokkurinn fékk tæplega 34% atkvæða en á sama tíma 64% allra þingsæta. Bæta þeir við sig 211 þingsætum. 

Þetta útskýrist af einmenningskjördæmunum í Bretlandi, sem virka þannig að sá sem hlýtur flest atkvæði í hverju kjördæmi vinnur sætið.

Bæta við sig innan við 2% en 211 þingsætum

Til að bera þetta saman við kosningarnar árið 2019 þá fékk Verkamannaflokkurinn sögulega útreið með ríflega 32% atkvæða, og 202 þingsæti í heildina. Flokkurinn bætir því við sig innan við tveimur prósentustigum á milli kosninga, en fer frá afhroði yfir í stórsigur.

Í kosningum árið 2019 fékk til dæmis Íhaldsflokkurinn, undir forystu Boris Johnson, 44% allra atkvæða og 365 þingsæti.

Íhaldsflokkurinn er fjarri sínum þingstyrk sem hann hafði undir forystu …
Íhaldsflokkurinn er fjarri sínum þingstyrk sem hann hafði undir forystu Boris Johnson. AFP/Niklas Hallen

Íhaldsflokkurinn tapar 20 prósentustigum

Íhaldsflokkurinn galt algjört afhroð í kosningunum í gær og fékk 121 þingsæti og 24% allra atkvæða. Flokkurinn tapaði því 20 prósentustigum á milli kosninga og 251 þingsæti.

Frjálslyndir demókratar unnu stórsigur fyrir sitt leyti, en flokkurinn fékk 71 þingsæti. Flokkurinn hefur ekki fengið svona mörg þingsæti síðan að gamli Frjálslyndi flokkurinn fékk 115 þingsæti árið 1923.

Leiðtogi flokksins, Sir Ed Davey, þótti reka ansi skemmtilega kosningabaráttu og vakti mikla athygli.

Liz Truss missti sætið sitt á þingi

Það voru mörg merkileg tíðindi í kosningunum og missti fólk eins og Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, og Jacob Rees-Mogg sæti sín á þingi.

Liz Truss er helst minnst fyrir það að hafa verið forsætisráðherra í 49 daga.

Fleiri þungavigtarmenn í flokknum eins og Penny Mordaunt og Grant Schapps varnarmálaráðherra misstu sætin sín.

Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra.
Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra. AFP/Daniel Leal
Jacob Rees-Mogg, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti stuðningsmaður Brexit. …
Jacob Rees-Mogg, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti stuðningsmaður Brexit. Hann þótti geysivinsæll innan Íhaldsflokksins. AFP

Nigel Farage mættur á þing

Þá tókst hinum galvaska Nigel Farage að komast á þing, fyrir hönd Umbótaflokksins, í sinni áttundu tilraun. Umbótaflokkurinn fékk aðeins fjögur þingsæti en fékk samt 14% atkvæða og fékk því þriðju flestu atkvæðin.

Umbótaflokkurinn er ein helsta ástæða þess að fylgi Íhaldsflokksins hrundi en Umbótaflokkurinn lagði mjög mikla áherslu á útlendingamál.

Þá var Lee Anderson, fyrrverandi varaformaður Íhaldsflokksins, í framboði fyrir Umbótaflokkinn og tókst að komast á þing.

Verkamannaflokkurinn gjörsigraði í Skotlandi

Skoski þjóðarflokkurinn fékk einnig útreið í gær og tapaði nær öllum sínum þingsætum. Flokkurinn fékk aðeins níu þingsæti og tapar flokkurinn því 38 þingsætum.

Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í Skotlandi og fékk 37 þingsæti eftir að hafa fengið aðeins eitt þingsæti í Skotlandi árið 2019. Frjálslyndir demókratar og Íhaldsflokkurinn skiptu hinum 10 þingsætunum í Skotlandi bróðurlega á milli sín.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AFP/Andy Buchanan

Múslimar sendu skilaboð

Bæði Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn hafa stutt við Ísrael og mátti sjá í stökum kjördæmum, þar sem margir múslimar kjósa, að óflokksbundnir frambjóðendur náðu miklum árangri.

Voru þetta frambjóðendur sem töluðu gegn Ísraelsríki og fyrir málstað Palestínumanna.

Jeremy Corbyn vann til dæmis sitt kjördæmi sem óflokksbundinn frambjóðandi og lagði hann mikla áherslu á stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Honum var bolað úr Verkamannaflokknum þegar Keir Starmer tók við, þar sem gyðingahatur var talið fá að grassera í flokknum undir stjórn Corbyns.

BBC

BBC

Independent

mbl.is