Gjaldþrot setur ekki strik í reikninginn

Skaginn 3X gjaldþrota | 6. júlí 2024

Gjaldþrot setur ekki strik í reikninginn

Sólin skín og gífurleg stemmning ríkir í miðbæ Akraness þar sem Írskir dagar standa nú yfir. Hátíðin nær hápunkti sínum í kvöld en gert er ráð fyrir að um 6.000 manns taki þátt í dagskránni.

Gjaldþrot setur ekki strik í reikninginn

Skaginn 3X gjaldþrota | 6. júlí 2024

Vel heppnaðir fjölskyldutónleikar voru haldnir á fimmtudaginn.
Vel heppnaðir fjölskyldutónleikar voru haldnir á fimmtudaginn. Ljósmynd/Sunna Gautadóttir

Sólin skín og gífurleg stemmning ríkir í miðbæ Akraness þar sem Írskir dagar standa nú yfir. Hátíðin nær hápunkti sínum í kvöld en gert er ráð fyrir að um 6.000 manns taki þátt í dagskránni.

Sólin skín og gífurleg stemmning ríkir í miðbæ Akraness þar sem Írskir dagar standa nú yfir. Hátíðin nær hápunkti sínum í kvöld en gert er ráð fyrir að um 6.000 manns taki þátt í dagskránni.

Spurður út í hvernig stemmningin sé í bænum segir Hjörvar Gunnarsson, annar viðburðarstjóri hátíðarinnar: „Það er rosalega góð stemmning í bænum, bara þannig að eftir því tekið hvað hún er góð. [...]. Svakalega gott veður, fullt af fólki niðri í miðbæ, alls konar skemmtiatriði og bara biluð stemmning.“

Von á 6.000 gestum

Í vikunni var sagt frá gjaldþroti Skagans 3X á Akranesi en því hefur verið lýst sem áfalli fyrir bæjarfélagið. Spurður hvort þessar fréttir hafi ekki sett strik í reikninginn segir Hjörvar svo ekki vera.

„Þetta eru náttúrulega ömurlegar fréttir en þær virðast ekki vera að hafa áhrif á stemmninguna sýnist manni.“

Ýmsir viðburðir voru haldnir í bænum síðustu daga. Á fimmtudag voru til að mynda haldnir fjölskyldutónleikar og götugrill í gær.

Hátíðin nær þó hápunkti sínum í kvöld með brekkusöng og tónlistarhátíðinni Lopapeysunni sem fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli. Hjörvar segir viðbúið að um 6.000 manns sæki viðburðina.

„Við byrjum 19:30 með brekkusöng sem Hreimur Örn Heimisson mun stýra og þegar hann klárast labbar fólk yfir á Lopapeysusvæðið og þar verður tónlistarveisla fram eftir nóttu.“

Sérlega glæsileg Lopapeysa

Þá segir Hjörvar Lopapeysuna vera sérlega umfangsmikla í tilefni stórafmælisins: „Þetta er alveg sérstaklega stórt, svæðið er til dæmis meira en tvöfaldað frá síðustu árum og allir helstu tónlistarmenn landsins koma fram.“

Þetta er fyrsta árið sem Hjörvar stýrir skipulagningu Írskra daga en hann, ásamt Valdimar Inga Brynjarssyni, var ráðinn sem viðburðarstjóri hátíðarinnar í upphafi árs.

„Það er búið að vera mjög skemmtilegt. Mjög mörg horn sem hefur þurft að líta í en er bara að skila okkur í mjög skemmtilegri hátíð,“ segir Hjörvar.

mbl.is