Lausaganga Nóttarinnar verður aldrei jafnyfirþyrmandi og aumkunarverð eins og á þessum árstíma þegar allir karlar landsins hverfa af yfirborði jarðar og nema land á fótboltamótum - nú eða í laxveiðiám (án búningaþema). Helgarpabbarnir, sem skreyta að jafnaði miðbæ Reykjavíkur, hætta að birta heitar myndir af sér á Instagram og birta þess í stað myndir af ísétandi afkvæmum sínum. Nóttin veltir þessu oft fyrir sér hvers vegna menn gera þetta. Vita þeir ekki að kona í virkri makaleit hefur engan áhuga á að sjá myndir af ávöxtum misheppnaðra ástarsambanda.
Lausaganga Nóttarinnar verður aldrei jafnyfirþyrmandi og aumkunarverð eins og á þessum árstíma þegar allir karlar landsins hverfa af yfirborði jarðar og nema land á fótboltamótum - nú eða í laxveiðiám (án búningaþema). Helgarpabbarnir, sem skreyta að jafnaði miðbæ Reykjavíkur, hætta að birta heitar myndir af sér á Instagram og birta þess í stað myndir af ísétandi afkvæmum sínum. Nóttin veltir þessu oft fyrir sér hvers vegna menn gera þetta. Vita þeir ekki að kona í virkri makaleit hefur engan áhuga á að sjá myndir af ávöxtum misheppnaðra ástarsambanda.
Lausaganga Nóttarinnar verður aldrei jafnyfirþyrmandi og aumkunarverð eins og á þessum árstíma þegar allir karlar landsins hverfa af yfirborði jarðar og nema land á fótboltamótum - nú eða í laxveiðiám (án búningaþema). Helgarpabbarnir, sem skreyta að jafnaði miðbæ Reykjavíkur, hætta að birta heitar myndir af sér á Instagram og birta þess í stað myndir af ísétandi afkvæmum sínum. Nóttin veltir þessu oft fyrir sér hvers vegna menn gera þetta. Vita þeir ekki að kona í virkri makaleit hefur engan áhuga á að sjá myndir af ávöxtum misheppnaðra ástarsambanda.
Lok júní, júlí og byrjun ágúst eru nett hellaðir nema Nóttin breyti um kúrs og finni sér einhvern sólbrúnan afa. Einhvern svona sem þarf ekki að vera í fríi í júlí þegar leikskólar landsins eru lokaðir. Einhvern sem er að undirbúa starfslok. Konur hafa nú alveg gert þetta. Hver man ekki eftir því þegar íslensk þokkadís giftist 92 ára bílasala í Ameríku. Sambandið endaði reyndar með skilnaði en hvað um það.
Þarsíðasta föstudag var Nóttin búin að vinna snemma. Pabbi var úti á golfvelli lungann úr deginum, tók stóran hring, og Nóttin laumaðist aðeins fyrr heim. Á Skugga við Austurvöll voru nokkrir herramenn eins og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins, Davíð Másson athafnamaður, Nuno Servo eigandi Apóteksins og Ragnar Þórisson athafnamaður. Nóttin varð þess áskynja að það væri verið að hlaða í eitthvað en fór snemma heim.
Nóttin svaf af sér stóran hluta laugardagsins en ákvað að fá sér eitthvað að maula á Forréttabarnum þegar hún loksins komst á fætur. Henni til mikillar skelfingar var kveikt á einhverjum fótboltaleik inni á staðnum. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var á allt annarri skoðun en Nóttin en hann var mættur með familíunni til þess að horfa á leikinn. Eftir nokkra forrétti lét hún sig hverfa og stoppaði á Skugga þar sem hún hitti Ragnar Þórisson athafnamann annan daginn í röð á sama stað.
Annars var laugardagurinn voða mánudags eitthvað þar sem Nóttin fékk sér að borða í mötuneytinu sínu á Hafnartorg Gallery. Þar var meðal annars Kári Árnason knattspyrnuhetja að tala í símann. Eins og vanalega hresstist Nóttin við eftir eina pastaskál og ákvað að skella sér út á lífið með hressum vinkonum. Nóttin var fljót að líða hjá Nóttinni sem fór á Petersen-svítuna í miklu stuði. Fljótlega eftir miðnætti hitti hún þar Aron Can og Æði-tvíburana, Gunnar Skírni og Sæmund, sem gera allt saman og eru alltaf geggjaðir. Af hverju á Nóttin ekki tvíburasystur?
Svona eins og með góð laugardagskvöld þá endaði Nóttin á English Pub. Það þarf einhver að sjá um að snúa hjóli atvinnulífsins og drekka allt þetta ofurskattlagða vín. Þar var Tinna Brá Baldvinsdóttir í Hrím og Ari Eldjárn grínisti og kærasti hennar. Þau voru að koma af snekkju en fyrr um kvöldið hélt Tinna Brá upp á það að vera orðin 40 ára. Þar var líka Kamilla Einarsdóttir rithöfundur og megaskvís, Jafet Máni Magnússon leikari og kærastinn hans, Rúnar lögga, sem er mjög heitur.
Nóttin var frekar róleg fyrstu daga vikunnar. Á þriðjudeginum rakst hún á Óttar Pálsson kollega sinn af Logos lögmannstofunni og hinn kollega sinn, Vilhjálm Hans Vilhjálmsson, sem voru á gangi með Erpi Eyvindarsyni rappara. Greinilegt að enginn af þeim þarf frí í júlí vegna lokana á leikskólum landsins.
La Primavera skartaði sínu fegursta í hádeginu á miðvikudaginn. Þar var formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja á Vísi var líka á svæðinu með óþekktum manni.
Allir og amma þeirra, sem voru ekki á fótboltamótum eða í laxveiði, fóru á Nick Cave í vikunni. Nóttin hafði náttúrlega ekkert betra og hellti vel upp á sig áður en hún gekk inn í salinn. Tók líka með sér tvo bjóra ef ske kynni að hún yrði mjög þyrst á tónleikunum og myndi leiðast mjög mikið. Hún stakk líka litlum pela af Jager í töskuna. Þar var geðlæknirinn Óttar Guðmundsson og Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahöfundur og Valur Freyr Einarsson leikari. Þar var líka Margrét Sjöfn Torp, eiginkona Andra Snæs Magnasonar rithöfundar. Nóttin hefði alveg viljað sjá hann enda kiknar hún alltaf í hnjánum þegar hann opnar muninn. Gunnar Hersveinn rithöfundur og eiginkona hans Friðbjörg Ingimarsdóttir voru einnig á tónleikunum. Hin fallega ólétta leikkona Aníta Briem skellti sér líka á Cave með pabba sínum Gulla Briem trommara. Ef Nóttin hefði tekið pabba sinn með þá hefðu þær verið smá í stíl. Pabbi Nóttarinnar er búinn að vera svolítið óþekkur að undanförnu. Meira um það síðar!