Pezeshkian er nýr forseti Íran

Íran | 6. júlí 2024

Pezeshkian er nýr forseti Íran

Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er nýr forseti Íran eftir að hann bar sigur úr býtum gegn hinum íhaldssama Saeed Jalili í annarri umferð forsetakosninga þar í landi. Pezeshkian hefur heitið að bæta tengsl Íran við Vesturlönd.

Pezeshkian er nýr forseti Íran

Íran | 6. júlí 2024

Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er 69 ára gamall hjartalæknir.
Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er 69 ára gamall hjartalæknir. AFP/Atta Kenare

Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er nýr forseti Íran eftir að hann bar sigur úr býtum gegn hinum íhaldssama Saeed Jalili í annarri umferð forsetakosninga þar í landi. Pezeshkian hefur heitið að bæta tengsl Íran við Vesturlönd.

Umbótasinninn Masoud Pezeshkian er nýr forseti Íran eftir að hann bar sigur úr býtum gegn hinum íhaldssama Saeed Jalili í annarri umferð forsetakosninga þar í landi. Pezeshkian hefur heitið að bæta tengsl Íran við Vesturlönd.

Pezeshkian fékk um 16 milljón atkvæði, eða um 54%, á móti 13 milljón atkvæðum Jalili, eða um 44%. Um 30 milljónir manna greiddu atkvæði í forsetakosningunum og var kjörsókn því nærri 50%. 

Eftir að úrslitin urðu ljós sagði Pezeshkian að kosningarnar væru byrjunin á „samstarfi“ með írönsku þjóðinni. 

„Erfiða leiðin framundan verður ekki greiðfær nema með samstarfi, samkennd og trausti ykkar. Ég rétti fram hönd mína,“ tísti nýi forsetinn. 

Samþykki æðsta klerksins

Jalili bað stuðningsmenn sína að styðja nýja forsetann eftir að úrslitin urðu ljós. 

Kosningar áttu ekki að fara fram í ríkinu fyrr en á næsta ári, en þeim var flýtt vegna andláts Ebra­him Raisi, fyrrverandi forseta, í maí. 

Nú þarf æðsti klerk­ur­inn, Ali Khameini, að samþykkja Pezeshkian sem forseta. 

Pezeshkian er 69 ára gamall hjartalæknir. Hann var heilbrigðisráðherra Íran fyrir um 20 árum en hefur annars ekki setið í ríkisstjórn landsins. 

mbl.is