Elmar Daði Sævarsson yfirkokkur á veitingastaðnum Calor á Hótel Varmalandi í Borgarfirði hefur haft ástríðu fyrir matargerð síðan hann var 8 ára gamall, sérstaklega að grilla. Hann vissi fljótt hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Elmar er aðeins 24 ára gamall og hefur starfað sem yfirkokkur í dágóðan tíma á Hótel Varmalandi. Hann gaf sér tíma í smá spjall við undirritaða og deilir með lesendum Matarvefsins uppskrift að sínum uppáhaldsgrillrétt þessa dagana.
Elmar Daði Sævarsson yfirkokkur á veitingastaðnum Calor á Hótel Varmalandi í Borgarfirði hefur haft ástríðu fyrir matargerð síðan hann var 8 ára gamall, sérstaklega að grilla. Hann vissi fljótt hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Elmar er aðeins 24 ára gamall og hefur starfað sem yfirkokkur í dágóðan tíma á Hótel Varmalandi. Hann gaf sér tíma í smá spjall við undirritaða og deilir með lesendum Matarvefsins uppskrift að sínum uppáhaldsgrillrétt þessa dagana.
Elmar Daði Sævarsson yfirkokkur á veitingastaðnum Calor á Hótel Varmalandi í Borgarfirði hefur haft ástríðu fyrir matargerð síðan hann var 8 ára gamall, sérstaklega að grilla. Hann vissi fljótt hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Elmar er aðeins 24 ára gamall og hefur starfað sem yfirkokkur í dágóðan tíma á Hótel Varmalandi. Hann gaf sér tíma í smá spjall við undirritaða og deilir með lesendum Matarvefsins uppskrift að sínum uppáhaldsgrillrétt þessa dagana.
„Ég hef haft áhuga af mat síðan ég var um 8 ára gamall. Þá byrjaði ég að grilla með mömmu en við grilluðum reglulega hrefnusteikur, lambakótelettur og hamborgara. Ég hékk ávallt upp við mömmu mína meðan hún var að elda, vildi hjálpa og spurði endalausra spurninga um matargerðina. Ég hef í rauninni viljað vera kokkur frá því ég man eftir mér. Ég sannfærðist endanlega þegar ég var að vinna eldhúsi við að aðstoða kokk í matartímanum en þá sagði kokkurinn að ég ætti að læra kokkinn því hann sá að ég hafði sjúklega mikinn áhuga á starfinu,“ segir Elmar og brosir.
Hvernig er að vera yfirkokkur á Hótel Varmalandi?
„Þetta er skemmtilegt en krefjandi verkefni sem gefur rosalega mikið af sér. Starfið hefur kennt mér og sýnt hvernig kokkur ég vil vera. Ég er búinn að finna minn takt og hvernig matargerð heillar mig mest, hvað mér finnst skemmtilegast að matreiða ef svo má að orði komast. Ég er þó iðinn enn í dag að senda fyrirspurnir á gömlu meistarana mína og fá góð ráð um alls konar sem tengist matargerðinni en þeir hafa kennt mér mikið gegnum tíðina,“ segir Elmar. Má þar meðal annars nefna Sindra Guðbrand Sigurðsson meistarakokk en Elmar og Sindri hafa unnið saman.
Hvað er vinsælasta á matseðlinum ykkar hjá matargestum?
„Án efa er það grillaða svínakótelettan okkar sem er með „vierge“ sósu, íslenskum krækling í basil og grænkáli. Þetta er skemmtilegur og öðruvísi réttur þar sem þetta er svipað konsept og haf og hagi eða eins og sagt er á ensku „surf & turf“ en ég hef ekki séð neinn veitingastað á Íslandi bjóða upp á tvist með íslenskum svínakótelettum og krækling. Íslenska svínakjötið er í miklu uppihaldi hjá mér þar sem mér finnst það vera vannýtt og verið að fara á mis við íslensku gæðin vera á heimsklassa.“
Áttu þér þinn uppáhaldsgrillrétt sem þér finnst ómissandi að töfra fram á sumrin?
„Það er klárlega lamba-prime með salsa verde, grilluðu smælki og grilluðum blaðlauk með feta ostakremi og sýrði rjómasósu, hreint sælgæti.“ Elmari er mikið fyrir að grilla og veit fátt skemmtilegra við réttar aðstæður. „Ég hef elskað alvöru viðarkolagrill síðan ég var að vinna á Frantzen og Sumac en kolagrillin eru undirstaðan matargerðinni hjá þeim báðum veitingastöðunum. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þessi kolagrill síðan ég var þar og keypti mér sjálfur slíkt grill fyrir veitingastaðinn hér á hótelinu og fyrir sjálfan mig. Ég held mikið upp á lambakjötið okkar og það klikkar aldrei. Það nýtur ávallt mikilla vinsælda og virðist fara vel í alla, sérstaklega þegar það grillað.“
Elmar deilir hér með lesendum uppskriftinni að sínum uppáhaldsgrillrétti, lamba prime með ljúffengu meðlæti. Hann mælir með að taka út lambið úr kæli að minnsta klukkustund fyrir eldun og láta það vera í stofuhita. Elmar mælir með að grilla lambið þar til kjarnhitinn er 54°C og láta hvíla þar til kjarnhitinn hefur náð 58°C. Þá er það borið fram með ljúffengu meðlæti eins og það gerist best.
Lamba prime með salsa verde, grilluðu smælki, blaðlauk með feta ostakremi og sýrðri rjómasósu
Fyrir 2
Aðferð:
Salsa verde
Til að krydda eftirá
Aðferð:
Blaðlaukur með feta ostakremi
Aðferð:
Grillað smælki
Aðferð:
Sýrð rjómasósa
Aðferð:
Berið réttina fram á fallegan og aðlaðandi hátt.