Yfirkokkurinn býður upp á kolagrillað lamba prime

Uppskriftir | 6. júlí 2024

Yfirkokkurinn býður upp á kolagrillað lamba prime

Elmar Daði Sævarsson yfirkokkur á veitingastaðnum Calor á Hótel Varmalandi í Borgarfirði hefur haft ástríðu fyrir matargerð síðan hann var 8 ára gamall, sérstaklega að grilla. Hann vissi fljótt hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Elmar er aðeins 24 ára gamall og hefur starfað sem yfirkokkur í dágóðan tíma á Hótel Varmalandi. Hann gaf sér tíma í smá spjall við undirritaða og deilir með lesendum Matarvefsins uppskrift að sínum uppáhaldsgrillrétt þessa dagana.

Yfirkokkurinn býður upp á kolagrillað lamba prime

Uppskriftir | 6. júlí 2024

Elmar Daði Sævarsson yfirkokkur á veit­ingastaðnum Cal­or á Hótel Varmalandi …
Elmar Daði Sævarsson yfirkokkur á veit­ingastaðnum Cal­or á Hótel Varmalandi ásamt meistarakokknum Sindra Guðbrandi Sigurðssyni sem var með pop-up í vetur á Calor. Sindri er einn af meistarunum sem Elmar hefur lært af. Ljósmynd/Sjöfn

Elm­ar Daði Sæv­ars­son yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum Cal­or á Hót­el Varmalandi í Borg­ar­f­irði hef­ur haft ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð síðan hann var 8 ára gam­all, sér­stak­lega að grilla. Hann vissi fljótt hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Elm­ar er aðeins 24 ára gam­all og hef­ur starfað sem yfir­kokk­ur í dágóðan tíma á Hót­el Varmalandi. Hann gaf sér tíma í smá spjall við und­ir­ritaða og deil­ir með les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift að sín­um upp­á­halds­grill­rétt þessa dag­ana.

Elm­ar Daði Sæv­ars­son yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum Cal­or á Hót­el Varmalandi í Borg­ar­f­irði hef­ur haft ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð síðan hann var 8 ára gam­all, sér­stak­lega að grilla. Hann vissi fljótt hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Elm­ar er aðeins 24 ára gam­all og hef­ur starfað sem yfir­kokk­ur í dágóðan tíma á Hót­el Varmalandi. Hann gaf sér tíma í smá spjall við und­ir­ritaða og deil­ir með les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift að sín­um upp­á­halds­grill­rétt þessa dag­ana.

Kolagrillað lamba prime er í miklu uppáhaldi hjá Elmari.
Kola­grillað lamba prime er í miklu upp­á­haldi hjá Elm­ari. Ljós­mynd/​Elm­ar Daði

Grillaði hrefnu­steik­ur 8 ára gam­all

„Ég hef haft áhuga af mat síðan ég var um 8 ára gam­all. Þá byrjaði ég að grilla með mömmu en við grilluðum reglu­lega hrefnu­steik­ur, lambakótelett­ur og ham­borg­ara. Ég hékk ávallt upp við mömmu mína meðan hún var að elda, vildi hjálpa og spurði enda­lausra spurn­inga um mat­ar­gerðina. Ég hef í raun­inni viljað vera kokk­ur frá því ég man eft­ir mér. Ég sann­færðist end­an­lega þegar ég var að vinna eld­húsi við að aðstoða kokk í mat­ar­tím­an­um en þá sagði kokk­ur­inn að ég ætti að læra kokk­inn því hann sá að ég hafði sjúk­lega mik­inn áhuga á starf­inu,“ seg­ir Elm­ar og bros­ir. 

Hvernig er að vera yfir­kokk­ur á Hót­el Varmalandi? 

„Þetta er skemmti­legt en krefj­andi verk­efni sem gef­ur rosa­lega mikið af sér. Starfið hef­ur kennt mér og sýnt hvernig kokk­ur ég vil vera. Ég er bú­inn að finna minn takt og hvernig  mat­ar­gerð heill­ar mig mest, hvað mér finnst skemmti­leg­ast að mat­reiða ef svo má að orði kom­ast. Ég er þó iðinn enn í dag að senda fyr­ir­spurn­ir á gömlu meist­ar­ana mína og fá góð ráð um alls kon­ar sem teng­ist mat­ar­gerðinni en þeir hafa kennt mér mikið gegn­um tíðina,“ seg­ir Elm­ar. Má þar meðal ann­ars nefna Sindra Guðbrand Sig­urðsson meist­ara­kokk en Elm­ar og Sindri hafa unnið sam­an.

Svínakótelett­ur og kræk­ling­ur sérstaðan

Hvað er vin­sæl­asta á mat­seðlin­um ykk­ar hjá mat­ar­gest­um?

„Án efa er það grillaða svínakótelett­an okk­ar sem er með „vier­ge“ sósu, ís­lensk­um kræk­ling í basil og græn­káli. Þetta er skemmti­leg­ur og öðru­vísi rétt­ur þar sem þetta er svipað kon­sept og haf og hagi eða eins og sagt er á ensku „surf & turf“ en ég hef ekki séð neinn veit­ingastað á Íslandi bjóða upp á tvist með ís­lensk­um svínakótelett­um og kræk­ling. Íslenska svína­kjötið er í miklu uppi­haldi hjá mér þar sem mér finnst það vera vannýtt og verið að fara á mis við ís­lensku gæðin vera á heimsklassa.“

Kola­grillað lamba prime með salsa ver­de 

Áttu þér þinn upp­á­halds­grill­rétt sem þér finnst ómiss­andi að töfra fram á sumr­in?

„Það er klár­lega lamba-prime með salsa ver­de, grilluðu smælki og grilluðum blaðlauk með feta ostakremi og sýrði rjómasósu, hreint sæl­gæti.“ Elm­ari er mikið fyr­ir að grilla og veit fátt skemmti­legra við rétt­ar aðstæður. „Ég hef elskað al­vöru viðarkola­grill síðan ég var að vinna á Frantzen og Sumac  en kola­grill­in eru und­ir­staðan mat­ar­gerðinni hjá þeim báðum veit­inga­stöðunum. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þessi kola­grill síðan ég var þar og keypti mér sjálf­ur slíkt grill fyr­ir veit­ingastaðinn hér á hót­el­inu og fyr­ir sjálf­an mig. Ég held mikið upp á lamba­kjötið okk­ar og það klikk­ar aldrei. Það nýt­ur ávallt mik­illa vin­sælda og virðist fara vel í alla, sér­stak­lega þegar það grillað.“

Elm­ar deil­ir hér með les­end­um upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­grill­rétti, lamba prime með ljúf­fengu meðlæti. Hann mæl­ir með að taka út lambið úr kæli að minnsta klukku­stund fyr­ir eld­un og láta það vera í stofu­hita. Elm­ar mæl­ir með að grilla lambið þar til kjarn­hit­inn er 54°C og láta hvíla þar til kjarn­hit­inn hef­ur náð 58°C. Þá er það borið fram með ljúf­fengu meðlæti eins og það ger­ist best.

Girnileg sælkeramáltíð að hætti Elmars.
Girni­leg sæl­kera­máltíð að hætti Elm­ars. Ljós­mynd/​Elm­ar Daði

Lamba prime með salsa ver­de, grilluðu smælki, blaðlauk með feta ostakremi og sýrðri rjómasósu

Fyr­ir 2

  • 600-700 g lamba prime
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Hnífsodd­ur kar­dimommu­duft

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita grillið vel.
  2. Kryddið lambið eft­ir smekk.
  3. Grillið á fun­heitu grilli þar til kjarn­hit­inn hef­ur náð 54°C hita. Ekki snúa kjöt­inu of oft.
  4. Takið þá af grill­inu og leyfið að hvíla þar til kjarn­hit­inn hef­ur náð 58°C.

Salsa ver­de

  • 50 g kerf­ill
  • 25 g graslauk­ur
  • 25 g kórí­and­er
  •  grillaður skalot­lauk­ur
  • 1 grillaður græn chilli pip­ar
  • ½ Hvít­lauks­geiri
  • 150 ml góð ólífu­olía

Til að krydda efti­rá

  • 1 stk. límóna, börk­ur og safi
  • Salt eft­ir smekk
  • Arom­at eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í mat­vinnslu­vél og blandið vel sam­an þar til allt er hakkað en ekki al­veg mauk.
  2. Kryddað með límónu börk og safa, og salti og arom­at eft­ir smekk.

Blaðlauk­ur með feta ostakremi

  • 1 stk. blaðlauk­ur
  • Ólífu­olía
  • Salt eft­ir smekk
  • 50 g sal­at ost­ur
  • 50 g rjómi
  • Fersk granatepla­fræ ef vill til skrauts 

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 250°C.
  2. Bakið blaðlauk­inn heil­an í 10 mín­út­ur.
  3. Takið hann þá út og fjar­lægði ysta lagið og skerið síðan blaðlauk­inn og berið á hann olíu og kryddið til með salti.
  4. Grillið í 3 til 5 mín­út­ur.
  5. Gerið síðan feta ostakremið.
  6. Setjið sal­at ost­inn í mat­vinnslu­vél ásamt rjóm­an­um og blandið þar til bland­an verður kremuð.
  7. Setjið í skál og skreytið með fersk­um grantepla­fræj­um ef vill.

Grillað smælki

  • 300 g nýtt smælki. litl­ar kart­öfl­ur
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ólífu­olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja smælkið í pott ásamt vatni og sjóðið í 10 til 15 mín­út­ur eða þar til þið getið stungið hníf í gegn.
  2. Hellið vatn­inu af og þurrkið smælkið.
  3. Veltið síðan upp úr salti, pip­ar og olíu.
  4. Grillið í stutta stund á kola­grill­inu til að fá grill­bragðið og áferðina.

Sýrð rjómasósa

  • 50 g 36% sýrður rjómi
  • Súr­mjólk eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Fersk­ur graslauk­ur eft­ir smekk 

Aðferð:

  1. Setjið sýrða rjómann í skál og hrærið.
  2. Þynnið út með súr­mjólk.
  3. Kryddið til með salt og pip­ar eft­ir smekk.
  4. Saxið eða klippið fersk­an graslauk og bætið út í.
  5. Geymið í kæli þar til sós­an er bor­in fram og skreytið með graslauk ef vill.

Berið rétt­ina fram á fal­leg­an og aðlaðandi hátt.

mbl.is