Ísraelsher réðst á annan skóla

Ísrael/Palestína | 7. júlí 2024

Ísraelsher réðst á annan skóla

Almannavarnir á Gasasvæðinu segja að Ísraelsher hafi drepið fjóra í árás á skóla í dag. Þetta er í annað skiptið á tveimur dögum sem Ísraelsmenn beina árás sinni að skóla.

Ísraelsher réðst á annan skóla

Ísrael/Palestína | 7. júlí 2024

Rústir í Deir el-Balah, sem er miðsvæðis á Gasasvæðinu, í …
Rústir í Deir el-Balah, sem er miðsvæðis á Gasasvæðinu, í dag. AFP

Almannavarnir á Gasasvæðinu segja að Ísraelsher hafi drepið fjóra í árás á skóla í dag. Þetta er í annað skiptið á tveimur dögum sem Ísraelsmenn beina árás sinni að skóla.

Almannavarnir á Gasasvæðinu segja að Ísraelsher hafi drepið fjóra í árás á skóla í dag. Þetta er í annað skiptið á tveimur dögum sem Ísraelsmenn beina árás sinni að skóla.

Ísraelsher heldur því fram að árásin hafi beinst að „svæði skólans“ í Gasaborg. Húsnæðið hafi verið nýtt af her Hamas-samtakanna til þess að framleiða vopn.

Hamas segja að fjölskyldur á flótta hafi verið hýstar í húsnæðinu.

Endurteknar árásir á starfsstöðvar UNRWA

Tugir þúsunda Gasabúa hafa leitað skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna víðs vegar um Gasasvæðið.

Palestínuflótta­mannaaðstoð Sam­einuðu þjóðanna (UN­RWA) hefur lýst yfir hneykslan sinni á endurteknum árásum á starfsstöðvar sínar.

UNRWA segir að 196 starfsmenn frá stofnuninni hafi látið lífið í átökunum, frá 7. október. Þeirra á meðal séu tveir sem létust í árásum Ísraelshers í gær.

16 drepin í gær

Heil­brigðisráðuneyti Palestínu, und­ir stjórn Ham­as-sam­tak­anna, til­kynnti í gær að Ísra­els­her hefði drepið 16 manns í loft­árás­um á UNRWA rekinn skóla í Nu­seirat, sem er miðsvæðis á Gasa­svæðinu. Þar að auki hafi 75 manns særst í árás­un­um. 

Ísraelsher sakar Hamas-liða og aðra vígamenn um að fela sig í skólum, sjúkrahúsum og öðrum borgaralegum mannvirkjum, en því neita Hamas-samtökin.

mbl.is