Vandræði Afganistan: ISIS-K, landamæri og yfirráð

Talíbanar í Afganistan | 7. júlí 2024

Vandræði Afganistan: ISIS-K, landamæri og yfirráð

Eftir áratugi af erjum virðast Bandaríkjamenn og Talíbanar í Afganistan ætla að slíðra sverðin, að minnsta kosti að einhverju leyti, í þágu þess að vinna bug á sameiginlegum óvin á svæðinu, ISIS-Khorasan. Talíbanar berjast því nú við að halda völdum í Afganistan á meðan að ISIS-K vinnur markvisst að því að sölsa undir sig landsvæðinu og meira til, en þar að auki vex spennan á landamærum Afganistan og Pakistan og erfitt að segja til um hvað næstu ár bera í skauti sér á svæðinu.

Vandræði Afganistan: ISIS-K, landamæri og yfirráð

Talíbanar í Afganistan | 7. júlí 2024

Talíbanar tóku völd í Afganistan árið 2021 eftir brottför bandaríska …
Talíbanar tóku völd í Afganistan árið 2021 eftir brottför bandaríska hersins. AFP

Eftir áratugi af erjum virðast Bandaríkjamenn og Talíbanar í Afganistan ætla að slíðra sverðin, að minnsta kosti að einhverju leyti, í þágu þess að vinna bug á sameiginlegum óvin á svæðinu, ISIS-Khorasan. Talíbanar berjast því nú við að halda völdum í Afganistan á meðan að ISIS-K vinnur markvisst að því að sölsa undir sig landsvæðinu og meira til, en þar að auki vex spennan á landamærum Afganistan og Pakistan og erfitt að segja til um hvað næstu ár bera í skauti sér á svæðinu.

Eftir áratugi af erjum virðast Bandaríkjamenn og Talíbanar í Afganistan ætla að slíðra sverðin, að minnsta kosti að einhverju leyti, í þágu þess að vinna bug á sameiginlegum óvin á svæðinu, ISIS-Khorasan. Talíbanar berjast því nú við að halda völdum í Afganistan á meðan að ISIS-K vinnur markvisst að því að sölsa undir sig landsvæðinu og meira til, en þar að auki vex spennan á landamærum Afganistan og Pakistan og erfitt að segja til um hvað næstu ár bera í skauti sér á svæðinu.

Afganskur angi íslamska ríkisins, ISIS-Khorasan, eða ISIS-K, hefur verið að sækja í sig veðrið frá stofnun árið 2015. Fyrstu liðsmenn ISIS-K voru að miklu leyti pakistanskir Talíbanar og fór hópurinn að vaxa sérstaklega þegar liðsmenn ISIS í Írak flúðu þaðan til Pakistan og Afganistan í kringum fall þessa hóps árið 2017. 

Hryðjuverkasamtökin ISIS-K hafa lýst yfir ábyrgð á hinum ýmsu árásum …
Hryðjuverkasamtökin ISIS-K hafa lýst yfir ábyrgð á hinum ýmsu árásum á síðustu árum. AFP

Til þess að bólstra lið sitt hafa samtökin einna helst herjað á Tadsíka með ýmsum hætti, en Tadsíkistan er eitt þeirra landa á landamæri að Afganistan. Samtökin hafa til dæmis nýtt sér bága stöðu Tadsíka sem búsettir eru í Rússlandi og ósætti Tadsíka hvað varðar stjórn landsins, sem hefur færst nær einræði en öðru.

Í umfjöllun New York Times um málið kemur einnig fram að ISIS-K reyni að beina orðræðu sinni gagnvart Tadsíkum í Rússlandi á þá leið að múslímskir karlmenn sem að berjist ekki í þágu ISIS, séu í raun ekki karlmenn.

Talið er að meira en helmingur ISIS-K-liða séu Tadsíkar og hafa þeir verið bendlaðir við verknaði ISIS-K í hinum ýmsu löndum, til dæmis Rússlandi og Íran. Þá er einnig að finna Úsbeka innan raða ISIS-K. 

Nú er svo komið að ISIS-K-liðar eru sagðir starfa í flestum, ef ekki öllum, héröðum Afganistan og hafa þegar teygt sig til Íran og Pakistan.

Reynst hefur erfitt fyrir Talíbana að halda völdum í Afganistan og vinna bug á ISIS-K eftir að þeir fyrrnefndu komust aftur til valda eftir brottför Bandaríkjamanna frá landinu árið 2021. Það var einmitt þá sem ISIS-K vakti heimsathygli fyrir sprengingu á flugvellinum í Kabúl þar sem meira en 170 manns létu lífið. Þá hafa þeir einnig verið bendlaðir við, eða lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás við rússneska sendiráðið í Kabúl árið 2022, og sprengingu á minningarathöfn í Íran fyrr á þessu ári.

Segja Talíbana ekki ganga nógu langt 

Einhverjir spyrja sig eflaust hvers vegna svo mikil spenna sé á milli Talíbana og ISIS-K, en í grunninn segja ISIS-K-liðar Talíbana ekki ganga nógu langt, eða fram með nógu mikilli hörku, til dæmis þegar kemur að kröfum um framfylgd sjaría–laga. 

Lögin koma í grunninn úr Kóraninum en trúarlegir sérfræðingar veita ef til vill ráðgjöf varðandi nánari túlkun textans í hinum ýmsu aðstæðum. Þau geta verið notuð sem einskonar trúarlegar leiðbeiningar um það hvernig eigi að lifa daglegu lífi.

Í umfjöllun sinni um Sjaría–lög og Talíbana hefur BBC þó sagt hópinn túlka lögin mjög strangt en túlkanir á lögunum geti verið mjög mismunandi eftir landsvæðum. 

Metnaður ISIS-K liða einskorðast þó ekki við það að ná völdum í Afganistan heldur vilja þeir ná yfirráðum á öllu Khorasan–svæðinu. Um er að ræða landsvæði sem að nær til Afganistan og inn fyrir landamæri Íran, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. 

Durand-línan skilji í sundur fjölskyldur

Líkt og ISIS-K hafa dregið að sér Tadsíka og Úsbeka eiga Talíbanar einnig hóp sem að þeir sækja liðsstyrk í, það er Pashtun–þjóðernishópurinn, en hann heldur sig að mestu sitthvoru megin við landamæri Afganistan og Pakistan, eða Durand-línuna.

Mikil spenna hefur myndast við landamærin þar sem Afgana og Pakistana greinir á um ýmislegt. Sem dæmi má nefna um það hverjir beri ábyrgð á árásum yfir landamærin, hvort að landamærin, eða Durand-línan, sem teiknuð var af Bretum fyrir óralöngu, sé lögmæt og hvort að afganskir Talíbanar séu að fela pakistanska Talíbana fyrir stjórnvöldum þar í landi. 

Myndin sýnir landamæri Afganistan og Pakistan, eða Durand-línuna og landamæri …
Myndin sýnir landamæri Afganistan og Pakistan, eða Durand-línuna og landamæri Afganistan við nágrannaríki. mbl.is/kort

Afganar hafa aldrei viðurkennt pakistönsku landamærin og hefur komið til átaka á milli afganskra Talíbana og pakistanska hersins, þá sérstaklega eftir að Pakistanar hófu framkvæmdir við landamæragirðingu.

Eins og áður sagði er afganski þjóðernishópurinn, kallaðir Pashtun, staðsettur báðu megin við landamærin og segir Time meðal annars að Talíbanar haldi því fram að girðingin skilji í sundur fjölskyldur Pashtuna. 

Samkvæmt Al Jazeera hafa pakistönsk stjórnvöld lýst því yfir að þau séu óhrædd við að beita vopnum yfir landamærin, sé á Pakistan ráðist, og til þess að sporna við hryðjuverkastarfsemi. Þó sé mikilvægt að góðu samstarfi sé viðhaldið á milli ríkjanna tveggja.

Einhver von hafi þá verið til staðar er varðar samstarf ríkja gegn ISIS-K þar sem Talíbanar vilji halda sig frá verknaði á erlendri grundu, sérstaklega eftir 11. september en ISIS-K séu óhræddir við það, líkt og síðustu ár hafi sýnt.  

Möguleiki á fyrirvaralausri árás á alþjóðlegum skala til staðar 

Vegna starfsemi ISIS-K, sem hefur náð yfir afgönsk landamæri, er því ekki furða að tvær grímur séu farnar að renna á alþjóðasamfélagið.

CNN hefur til dæmis greint frá því að átta Tadsíkar hafi verið handteknir þar í landi fyrr á árinu vegna gruns um tengsl við samtökin. Þá hafa einstaklingar verið handteknir í hinum ýmsu Evrópulöndum, grunaðir um að tengjast ISIS-K. 

Reuters hefur eftir bandarískum embættismönnum að ISIS-K hafi vissulega hæfnina og viljann til þess að ráðast á Bandaríkin og önnur vestræn ríki á litlum tíma og án nokkurra viðvarana. 

Vegna þeirrar ógnar sem nú virðist stafa af ISIS-K á heimsvísu eru Bandaríkin sögð íhuga samstarf með Talíbönum, hóp sem, eins og áður sagði, hafa verið flokkaðir sem óvinir til langs tíma.

NBC greinir meðal annars frá því að árás ISIS-K á tónleikahöll í Moskvu fyrr á þessu ári hafi sýnt að samtökin séu vissulega fær um að ráðast á vestræn ríki. 130 létu lífið og hundruð særðust í árásinni. Nú sé þó erfitt fyrir Bandaríkin að fylgjast með stöðunni á svæðinu þar sem her þeirra yfirgaf Afganistan árið 2021. 

Það er því ljóst að ró á svæðinu er ekki í nánd og flóknar deilur, sumar áratugagamlar, muni halda áfram að hafa áhrif, að minnsta kosti í nánustu framtíð. Erfitt reynist því að segja til um það hver framtíð Afganistans verður í raun og hvort að nauðsynlegt verði, á næstu misserum, fyrir önnur ríki til þess að grípa í taumana, sem virðist þó ekki hafa gengið vel hingað til. 

Joe Biden Bandaríkjaforseta segir mikila hættu stafa af ISIS-K.
Joe Biden Bandaríkjaforseta segir mikila hættu stafa af ISIS-K. AFP

Time

Reuters

New York Times

New York Times 

mbl.is