„Ekkert meira „sexy“ en glóandi bringa og leggir“

Snyrtivörur | 8. júlí 2024

„Ekkert meira „sexy“ en glóandi bringa og leggir“

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn, Elín Erna Stefánsdóttir, er 30 ára Vestfirðingur sem elti ástríðu sína og útskrifaðist úr förðunarskólanum Mood Make Up School í Reykjavík árið 2012. Síðan þá hefur Elín notið mikilla vinsælda á Instagram þar sem hún sýnir skemmtileg og lærdómsrík förðunarmyndbönd. Hún er líka dugleg að deila myndum af sínum litríka en stílhreina fatastíl sem getur gefur mörgum innblástur. Ásamt því að taka að sér fjölmörg förðunarverkefni er Elín markaðsfulltrúi hjá heildsölunni meðfram námi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði við háskólann á Bifröst.

„Ekkert meira „sexy“ en glóandi bringa og leggir“

Snyrtivörur | 8. júlí 2024

Elín Erna Stefánsdóttir með einstaklega glóandi húð og fallegar perlur …
Elín Erna Stefánsdóttir með einstaklega glóandi húð og fallegar perlur í hárinu. Tilvalið fyrir fína viðburði! Ljósmynd/Aðsend

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn, Elín Erna Stefánsdóttir, er 30 ára Vestfirðingur sem elti ástríðu sína og útskrifaðist úr förðunarskólanum Mood Make Up School í Reykjavík árið 2012. Síðan þá hefur Elín notið mikilla vinsælda á Instagram þar sem hún sýnir skemmtileg og lærdómsrík förðunarmyndbönd. Hún er líka dugleg að deila myndum af sínum litríka en stílhreina fatastíl sem getur gefur mörgum innblástur. Ásamt því að taka að sér fjölmörg förðunarverkefni er Elín markaðsfulltrúi hjá heildsölunni meðfram námi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði við háskólann á Bifröst.

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn, Elín Erna Stefánsdóttir, er 30 ára Vestfirðingur sem elti ástríðu sína og útskrifaðist úr förðunarskólanum Mood Make Up School í Reykjavík árið 2012. Síðan þá hefur Elín notið mikilla vinsælda á Instagram þar sem hún sýnir skemmtileg og lærdómsrík förðunarmyndbönd. Hún er líka dugleg að deila myndum af sínum litríka en stílhreina fatastíl sem getur gefur mörgum innblástur. Ásamt því að taka að sér fjölmörg förðunarverkefni er Elín markaðsfulltrúi hjá heildsölunni meðfram námi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði við háskólann á Bifröst.

Hvað veitir þér mestan innblástur? 

„Það er eiginlega orðin klisja að nefna það en förðunarsnillingurinn og snyrtivöruframleiðandinn ,Mario Dedivanovic, og förðunarfræðingurinn, Patrick Ta, eru í miklu uppáhaldi. Ég hef fylgst með þeim síðan þeir komu í sviðsljósið og fengið mikinn innblástur. Ég hef líka verið gríðarlega heilluð af förðunarfræðingnum Mathu Andersen, í gegnum árin og sakna að sjá listaverkin hans. Síðan fæ ég líka mikinn innblástur frá hinum og þessum á samfélagsmiðlum, en þessa dagana eru förðunarfræðingarnir, Nushafrin Saidi, og ,Frankie Darling, í miklu uppáhaldi ásamt ónefnda förðunar listakonan sem kallar sig DIDO.“

Elín Erna með fallegan varablýant til að skerpa línurnar á …
Elín Erna með fallegan varablýant til að skerpa línurnar á eldrauða varalitnum. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig farðar þú þig dags daglega?

„Ég er mjög afslöppuð þessa dagana, vil aðallega fá ljóma og smá lit í smettið!
Mín klassíska rútína er ljómandi „primer“ eða rakakrem, smá krem, sólarpúður og kinnalitur, hyljari, augabrúnagel og krulla augnhár. Ég kemst reyndar ekki í gegnum daginn án þess að vera með varablýant og gloss, það er nauðsynlegt.“

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru?

„Úff það er erfitt að velja, en ef það er förðunarvara þá er það örugglega góður kinnalitur, hyljari og varablýantur. Mín uppáhalds vara í þeim flokkum þessa dagana er það kremkinnaliturinn Soft Pop Plumping Blush Veil í litnum Rose Crush frá Make Up By Mario.  Ef það er húðvara þá líklegast gott, „djúsí“ rakakrem eins og Clarins Hydra Essentiel eða Shiseido- Bio Performance.“

Elín Erna Stefánsdóttir með bláan væng á augunum.
Elín Erna Stefánsdóttir með bláan væng á augunum. Ljósmynd/Aðsend


Hver var fyrsta snyrtivaran sem þú eignaðist?

„Ég man alltaf eftir einhverri lítilli augnskuggapallettu frá Hard Candy en ég veit ekkert hvaðan hún kom. Eflaust frá mömmu en þar voru silfraðir og fjólubláir augnskuggar. Eftirminnilegasta snyrtivöruminningin er jólagjöfin frá mömmu og pabba árið 2011 en þá fékk ég fyrstu Naked pallettuna frá Urban Decay og burstasett frá Sigma. Ég grét af gleði.“

Hvað er skemmtilegasta makeup-lookið?

„Ég elska flest allt. Ég lifi fyrir falleg editorial- förðunar lúkk, elska litríkan grafískan „eyeliner“ og ljómandi fersk húð er það besta sem ég veit. Samstarf förðunarfæðinganna Pat McGrath og John Galliano fyrir franska tískuhúsið Maison Margiela fyrr á árinu var t.d. eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð.“

Elín Erna Stefánsdóttir með fallegan bleikan augnskugga og ljómandi húð.
Elín Erna Stefánsdóttir með fallegan bleikan augnskugga og ljómandi húð. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er besta förðunartrix sem þú hefur lært?

„Dettur fá „trix" í hug en það að horfa niður í spegilinn þegar ég set á mig gerviaugnhár er algjör snilld. Þessa dagana er ég líka að elska að setja kremkinnalit yfir púður, það kemur lífi aftur í húðina.“

Hvaða lúkk telur þú að verði vinsælt í sumar?

„Bara þetta klassíska „sumartrend.“ Fersk húð, mikill kinnalitur og vonandi smá litagleði.“

Elín Erna Stefánsdóttir með skemmtilegt lúkk með steinum í augnkrókunum.
Elín Erna Stefánsdóttir með skemmtilegt lúkk með steinum í augnkrókunum. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni í sumar?

„Sólarvörn, sólarvörn, sólarvörn! Og kannski litaða maskara og líkamskrem sem gefur húðinni góðan gljáa.“

Átt þú þér uppáhalds andlits sólarvörn?

„Hello Sunday- vörurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, t.d. sólarvarnar serumið, The one that's a serum, sem er fislétt og þægilegt á húðinni. The illuminating one er líka snilld því það er ljómandi „primer“ með sólarvörn númer 50!“

Hvernig er húð rútínan þín öðruvísi á sumrin?

„Ég þarf ekki alveg jafn mikinn raka á sumrin þannig ég nota bara léttari krem og svo meiri sólarvörn!“

Eitthvað annað sem þú vilt bæta við varðandi sumarförðun?

„Mér finnst allir gleyma að gera líkamann fallegan. Ekki bara eyða öllum tímanum í að gera andlitið „gordjöss.“ Settu líka ljóma yfir þau svæði sem eru ber! Það er HEITT! Síðan alls ekki vera hrædd við liti! Bjartir litir fara öllum vel og það er svo gaman að leika sér með þá eins og með augnhárum, augnskuggum, kinnalitum og varalitum. Ég elska þetta allt!“

Elín Erna Stefánsdóttir með dökkbláann „eyeliner.
Elín Erna Stefánsdóttir með dökkbláann „eyeliner." Ljósmynd/Aðsend
mbl.is