Engin viðbragðsáætlun ef kvikugangur opnast

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júlí 2024

Engin viðbragðsáætlun ef kvikugangur opnast

Ekki er til staðar sértæk viðbragðsáætlun ef kvikugangur myndi opnast undir Hengilsvæðinu í Ölfusi. Samt sem áður hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi gert viðbragðsáætlun vegna hópslysa, að því leyti sem hún gæti átt við vegna þessarar sviðsmyndar.

Engin viðbragðsáætlun ef kvikugangur opnast

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júlí 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að samkvæmt sviðsábyrgðarreglunni á sá sem …
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að samkvæmt sviðsábyrgðarreglunni á sá sem fer með stjórn tiltekins svæðis að undirbúa fyrirbyggjandi ráðstafanir, eins og viðbragðsáætlanir. mbl.is/Arnþór

Ekki er til staðar sértæk viðbragðsáætlun ef kvikugangur myndi opnast undir Hengilsvæðinu í Ölfusi. Samt sem áður hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi gert viðbragðsáætlun vegna hópslysa, að því leyti sem hún gæti átt við vegna þessarar sviðsmyndar.

Ekki er til staðar sértæk viðbragðsáætlun ef kvikugangur myndi opnast undir Hengilsvæðinu í Ölfusi. Samt sem áður hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi gert viðbragðsáætlun vegna hópslysa, að því leyti sem hún gæti átt við vegna þessarar sviðsmyndar.

Þetta kemur fram í svari dóms­málaráðherra við fyrirspurn Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Ekki í höndum ráðherra 

Dómsmálaráðherra segir að samkvæmt sviðsábyrgðarreglunni eigi sá sem fer með stjórn tiltekins svæðis að undirbúa fyrirbyggjandi ráðstafanir, eins og viðbragðsáætlanir.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi vinnur nú í því að meta hvort rétt sé að gera viðbragðsáætlun vegna þessarar sviðsmyndar og þá með hvaða hætti hún skuli vera.

Hafdís spurði líka hvernig tryggt yrði að vatn myndi berast til höfuðborgarsvæðisins ef eldgos yrði nærri Hellisheiðavirkjun sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir orku og heitu vatni.

Í svari sínu segir dómsmálaráðherra að umhverfis-,orku- og loftslagsráðuneytið fari með mál af þeim toga.

mbl.is