Fullkominn dagur byrjar í veiði

Ferðumst innanlands | 8. júlí 2024

Fullkominn dagur byrjar í veiði

Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, ólst upp á Vopnafirði. Hann fer reglulega heim til Vopnafjarðar og reynir að veiða fyrir austan á hverju hausti

Fullkominn dagur byrjar í veiði

Ferðumst innanlands | 8. júlí 2024

Konráð S. Guðjónsson ólst upp á Vopnafirði en áin Hofsá …
Konráð S. Guðjónsson ólst upp á Vopnafirði en áin Hofsá er uppáhaldsstaðurinn hans í heiminum. Ljósmynd/Aðsend

Kon­ráð S. Guðjóns­son, efna­hags­ráðgjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ólst upp á Vopnafirði. Hann fer reglu­lega heim til Vopna­fjarðar og reyn­ir að veiða fyr­ir aust­an á hverju hausti

Kon­ráð S. Guðjóns­son, efna­hags­ráðgjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ólst upp á Vopnafirði. Hann fer reglu­lega heim til Vopna­fjarðar og reyn­ir að veiða fyr­ir aust­an á hverju hausti

Hvernig var að al­ast upp á Vopnafirði?

„Það var í raun al­veg dá­sam­legt, sér­stak­lega sem barn. Maður hafði ótrú­lega mikið frelsi til að vera úti í nátt­úr­unni að klifra uppi á klett­um og hæðum all­an árs­ins hring. Svo ekki sé minnst á að sam­fé­lagið var, og er, ör­uggt og gott. Ég man að ég hugsaði þegar ég kom til Reykja­vík­ur hvað það hlyti að vera leiðin­legt að hafa ekki nátt­úru í bak­g­arðinum og sama frelsi og ég bjó við.“

Ferðu reglu­lega á Vopna­fjörð og hvað ger­ir þú þá?

„Já, við fjöl­skyld­an för­um yf­ir­leitt tvisvar til þris­var á ári. Við reyn­um aðallega að hlaða batte­rí­in vel og leyfa strák­un­um okk­ar að njóta þess að vera í kring­um fjöl­skyld­una mína sem þeir hitta ekki mjög oft. Þar fyr­ir utan er heim­sókn í Sund­laug­ina í Selár­dal, heim­sókn á Bu­st­ar­fell og úti­vist fast­ir liðir. Við höf­um líka komið og veitt í Hofsá á haust­in og að auki hef ég sjálf­ur reynt að kom­ast aust­ur í veiði á hverju ári.“

Hvernig horf­ir þú á heima­hag­ana sem full­orðinn maður?

„Mjög hlý­lega. Stund­um freist­ar það að selja íbúðina í bæn­um og kaupa stærra hús­næði fyr­ir miklu, miklu minni pen­ing og finna svo ein­hvern veg­inn út úr því hvernig maður myndi sinna sín­um störf­um. Al­var­an hef­ur ekki verið mik­il í slík­um pæl­ing­um, en margt ætti að vera hægt með nú­tíma­tækni.“

Konráð og eiginkona hans, Tinna Isebarn, gengu í hjónaband á …
Kon­ráð og eig­in­kona hans, Tinna Isebarn, gengu í hjóna­band á Vopnafirði síðasta sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Sérðu heima­hag­ana á ann­an hátt sem full­orðinn maður en til dæm­is sem ung­ling­ur?

„Það hef­ur í sjálfu sér ekki mikið breyst. Maður hef­ur kannski orðið raun­særri með tím­an­um á tæki­færi og tak­mark­an­ir Vopna­fjarðar, þegar ég var yngri hafði maður stór­ar hug­mynd­ir um að þarna gæti þrif­ist miklu stærra sam­fé­lag með nýj­um at­vinnu­grein­um. Ég vil alls ekki úti­loka slíkt en ég held að styrk­ur Vopna­fjarðar sé að hluta til fal­inn í smæðinni.“

Hvernig er hinn full­komni dag­ur í Vopnafirði og ná­grenni?

„Ef við gef­um okk­ur að hinn full­komni dag­ur sé ein­mitt það, full­kom­inn, en ekki endi­lega raun­sær, þá gæti hann litið sirka svona út: Hann byrj­ar á veiði, til dæm­is í Hofsá, hvort sem er á lax- eða sil­unga­svæði þar sem er fín veiði og 25 stiga hiti og sól. Eft­ir veiðina er há­deg­is­mat­ur á Uss í Kaup­vangi. Til að nýta veður­blíðuna sem best er farið næst í Skjól­fjör­ur, sem bera nafn með rentu, og í kaffi­tím­an­um er farið upp í Bu­st­ar­fell. Þar er gamli bær­inn skoðaður og síðan er kaka og kaffi á Hjá­leig­unni. Þar næst er tími kom­inn á sund í Selár­dal. Til að kór­óna dag­inn er keyrt upp í Fjalla­dýrð í Möðru­dal. Þar tek­ur við hrein­dýra­steik á meðan dáðst er að Herðubreið, einn Irish cof­fee og svo full­kom­inn svefn í fjalla­loft­inu.“

Hvert fórst þú í úti­leg­ur sem barn?

„Ég fór ekki mjög mikið í úti­leg­ur sem barn en þó voru veiðiferðir í vötn í Döl­un­um og á Skaga nokkuð fast­ur punkt­ur í til­ver­unni hjá föður­fjöl­skyld­unni.“

Hef­ur þú farið í skemmti­leg­ar göng­ur í lands­hlut­an­um?

„Ekki mikið fyr­ir utan mín­ar heima­slóðir. Það dug­ar í sjálfu sér enda ótelj­andi göngu­leiðir í Vopnafirði og ná­grenni.“

Fullkominn dagur byrjar í Hofsá.
Full­kom­inn dag­ur byrj­ar í Hofsá. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu upp­á­haldsstaði á Aust­ur­landi?

„Efsta veiðisvæðið í Hofsá, sem er á Foss­dal inn af Hofs­ár­dal, er á toppn­um og verður alltaf á toppn­um. Ekki bara á Aust­ur­landi held­ur senni­lega í öll­um heim­in­um. Þarna á ég marg­ar stór­kost­leg­ar minn­ing­ar bæði í veiði en ekki síður í leiðsögn. Fyr­ir utan að þetta er frá­bært og krefj­andi veiðisvæði þá er nátt­úr­an gull­fal­leg, leiðin þangað æv­in­týra­leg og ein­angr­un­in al­gjör.“

Ertu bú­inn að skipu­leggja sum­ar­fríið?

„Já, móður­fjöl­skyld­an mín er að fara sam­an til Teneri­fe í til­efni af sex­tugsaf­mæli. Síðan er stefn­an að sjálf­sögðu sett aust­ur í lok júní og aft­ur í veiði í haust. Síðan ætl­um við að spila þetta svo­lítið eft­ir eyr­anu og fara í úti­leg­ur.“

mbl.is