Hitamet slegið í kjölfar skógarelda

Loftslagsvá | 8. júlí 2024

Hitamet slegið í kjölfar skógarelda

Tæplega 1.300 skógareldar urðu á Grikklandi í júní og hefur hiti þar aldrei mælst jafn hár í júní. Skógareldar voru aðeins 533 talsins í sama mánuði síðasta árs.

Hitamet slegið í kjölfar skógarelda

Loftslagsvá | 8. júlí 2024

Skógareldar á Grikklandi voru miklu fleiri í júní í ár …
Skógareldar á Grikklandi voru miklu fleiri í júní í ár en á síðasta ári. AFP

Tæplega 1.300 skógareldar urðu á Grikklandi í júní og hefur hiti þar aldrei mælst jafn hár í júní. Skógareldar voru aðeins 533 talsins í sama mánuði síðasta árs.

Tæplega 1.300 skógareldar urðu á Grikklandi í júní og hefur hiti þar aldrei mælst jafn hár í júní. Skógareldar voru aðeins 533 talsins í sama mánuði síðasta árs.

„Þessi júnímánuður var sá heitasti síðan mælingar hófust og spáin fyrir júlí er svipuð,“ er haft eftir talsmanni grísku ríkisstjórnarinnar, Pavlos Marinakis, í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar.

Rúm tvöföldun á skógareldum

Skógareldar voru í júní 1.281 talsins, sem er rúm tvöföldun á fjölda bruna sem urðu í júní í fyrra. Rekja má þessa fjölgun á skógareldum til veðurfars í landinu, en aldrei hefur hitabylgja orðið jafn snemma á árinu og nú í ár.

Hefur hiti náð 44 stigum í júní, þurrkur skapað kjöraðstæður fyrir bruna og kröftugar vindhviður kynt eldinn.

Búist er við að hiti í landinu verði hærri en 40 stig næstu daga en vísindamenn gera ráð fyrir tíðari hitabylgjum í kjölfar loftslagsbreytinga. Auk þess er áætlað að bylgjurnar vari lengur og verði heitari en Grikkir hafa vanist undanfarin ár.

mbl.is