Minnst 20 látnir eftir árásir Rússa á borgir í Úkraínu

Úkraína | 8. júlí 2024

Minnst 20 látnir eftir árásir Rússa á borgir í Úkraínu

Rússar hafa skotið um 40 flugskeytum á fjölda úkraínska borga í dag. Í borginni Kryvyi Rih létust tíu og 31 er slasaður og í höfuðborginni Kænugarði létust sjö.

Minnst 20 látnir eftir árásir Rússa á borgir í Úkraínu

Úkraína | 8. júlí 2024

Frá Kænugarði í morgun en Rússar hafa gert árásir á …
Frá Kænugarði í morgun en Rússar hafa gert árásir á margar borgir í Úkraínu í morgun. AFP

Rússar hafa skotið um 40 flugskeytum á fjölda úkraínska borga í dag. Í borginni Kryvyi Rih létust tíu og 31 er slasaður og í höfuðborginni Kænugarði létust sjö.

Rússar hafa skotið um 40 flugskeytum á fjölda úkraínska borga í dag. Í borginni Kryvyi Rih létust tíu og 31 er slasaður og í höfuðborginni Kænugarði létust sjö.

Borgarstjórinn í Kænugarði segir að barnasjúkrahús hafi orðið fyrir barðinu á flugskeytaárás Rússa og verið er að rýma það. 

Yfirmaður herstjórnarinnar í borginni Kryvyi Rih í Mið-Úkraínu sagði að minnst tíu manns hefðu verið drepnir þar og þrír væru látnir í bænum Pokrovsk í austurhluta Úkraínu.

Volodimír Selsenkí, forseti Úkraínu, sem er í heimsókn í Póllandi, sagði að Rússar hefðu skotið um 40 flugskeytum á skotmörk víðs vegar um landið og meðal annars í Kænugarði, Dnipro, Kryvyi Rih, Sloviansk og Kramatorsk. Hann sagði að fólk væri fast undir rústum barnasjúkrahússins.

Það er fólk undir rústunum og nákvæmur fjöldi þeirra sem hafa látist er óviss. Núna eru allir að hjálpast að við að leita í rústunum, læknar og venjulegt fólk,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla.

mbl.is