Segir upp störfum eftir viðtal við Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 8. júlí 2024

Segir upp störfum eftir viðtal við Biden

Andrea Lawful-Sanders útvarpsfréttamaður hefur sagt upp störfum eftir að í ljós kom að spurningarnar sem hún lagði fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta voru fyrirfram ákveðnar af kosningateymi Bidens.

Segir upp störfum eftir viðtal við Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 8. júlí 2024

Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í viðtalið í síðustu viku.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í viðtalið í síðustu viku. AFP/Andrew Caballeru-Reynolds

Andrea Lawful-Sanders útvarpsfréttamaður hefur sagt upp störfum eftir að í ljós kom að spurningarnar sem hún lagði fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta voru fyrirfram ákveðnar af kosningateymi Bidens.

Andrea Lawful-Sanders útvarpsfréttamaður hefur sagt upp störfum eftir að í ljós kom að spurningarnar sem hún lagði fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta voru fyrirfram ákveðnar af kosningateymi Bidens.

Dagblaðið New York Times greinir frá þessu.

Lawful-Sanders starfaði fyrir WURD-útvarpsstöðina í Pennsylvaníu. 

Umrætt viðtal var það fyrsta sem skipulagt var eftir kappræður Bidens við mótframbjóðandann Donald Trump. 

Ætla ekki að senda spurningar aftur

Lawful-Sanders tók viðtal við Biden í síðustu viku og spurði hann fernra spurninga en þær voru meðal átta spurninga sem kosningateymið sendi henni.

Spurningarnar lutu að því hvað væri í húfi í kosningunum, árangri hans og frammistöðu í kappræðum og loks um hvaða skilaboð hann hefði til óákveðinna kjósenda.

Lauren Hitt, talsmaður kosningateymis Bidens, sagði á laugardag að teymið ætlaði ekki að senda aftur spurningar á fréttamenn fyrir viðtöl.

mbl.is