Tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Skaginn 3X gjaldþrota | 8. júlí 2024

Tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri Skagans 3X, segir mikinn áhuga á fyrirtækinu og að tilboð séu til skoðunar. 

Tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Skaginn 3X gjaldþrota | 8. júlí 2024

Mikill áhugi er á Skaganum 3X.
Mikill áhugi er á Skaganum 3X. mbl.is/Sigurður Bogi

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri Skagans 3X, segir mikinn áhuga á fyrirtækinu og að tilboð séu til skoðunar. 

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri Skagans 3X, segir mikinn áhuga á fyrirtækinu og að tilboð séu til skoðunar. 

„Menn eru enn þá að hafa samband, meira að segja nýir aðilar. Það er greinilega eitthvað að krauma en það er ekkert komið nægilega upp á yfirborðið enn þá til að skýra frá,“ segir Helgi í samtali við mbl.is.

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Mikið áfall

Í síðustu viku var greint frá því að fyrirtækið Baader Skaginn 3X á Akranesi hefði óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. 128 starfsmenn fyrirtækisins, þar af um hundrað sem búa á Akranesi, missa fyrir vikið vinnuna.

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, sagði gjaldþrotið mikið áfall fyrir bæinn og kvaðst hann vona að nýir eigendur myndu taka við rekstri fyrirtækisins.

Mikill áhugi

Á föstudaginn sagði Helgi í samtali við mbl.is að nokkrir hefðu lýst áhuga á öllu fyrirtækinu eða einstökum eignum þess.

Spurður hvort fleiri hafi haft samband yfir helgina svarar Helgi því játandi.

„Það er greinilega mikill áhugi á þessu því það er mikið hringt frá aðilum í bransanum, eins og kallað er. Það er mjög gott að heyra að það er áhugi en því lýkur ekkert fyrr en það er komið á blað og á borði. Það hafa komið tilboð sem eru í skoðun,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki geta greint frekar frá tilboðunum.

mbl.is