Varð full átta ára gömul

Edrúland | 8. júlí 2024

Varð full átta ára gömul

Fyrirsætan Cara Delevingne er búin að vera edrú í tæp tvö ár. Hún byrjaði ung að smakka áfengi og hélt að hugbreytandi efni hjálpuðu henni að takast á við lífið. 

Varð full átta ára gömul

Edrúland | 8. júlí 2024

Cara Delevingne er hætt að drekka.
Cara Delevingne er hætt að drekka. AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne er búin að vera edrú í tæp tvö ár. Hún byrjaði ung að smakka áfengi og hélt að hugbreytandi efni hjálpuðu henni að takast á við lífið. 

Fyrirsætan Cara Delevingne er búin að vera edrú í tæp tvö ár. Hún byrjaði ung að smakka áfengi og hélt að hugbreytandi efni hjálpuðu henni að takast á við lífið. 

Delevingne opnaði sig um fíknivandann og edrúmennskuna í nýlegu viðtali að því fram kemur á vef ET. Fyrirsætan sem er 31 árs drakk áfengi í brúðkaupi frænku sinnar árið 2001. „Ég varð drukkin þann daginn,“ rifjaði hún upp en hún stalst í sopa af kampavíni hjá gestunum. „Ég var átta ára. Það er brjálað að verða drukkin á þeim aldri.“ Hin átta ára gamla Delevingne vaknaði þunn heima hjá ömmu sinni í brúðarmeyjarkjól.

Þegar Delevingne varð heimsfræg fyrirsæta fann hún fyrir kvíða og fíknivandinn fór algjörlega úr böndunum. „Ég hélt að fíkniefni og áfengi hjálpuðu mér að takast á við lífið,“ sagði Delevingne. „En þau gerðu það ekki. Þau gerðu mig mjög leiða og mjög þunglynda.“

Eftir að fyrirsætan varð edrú finnst henni eins og hún hafi fengið styrkinn sinn aftur. „Mér líður loksins eins og ég sé frjáls.“

Hún er þó stöðugt að vinna í edrúmennskunni en á sinn hátt. „Ég kann vel við AA-fundi, ég fer á þá þegar ég get. Sumt fólk finnst ég örugglega ekki fara nógu oft,“ sagði hún. „En ég geri þetta á minn hátt og þannig að þetta virki fyrir mig. Allir eru ólíkir. Þú getur farið milljón sinnum og það virkar ekki. Sumir fara einu sinni og ganga út. Sumir sem þurfa ekki að fara, fara samt.“

Cara Delevingne er edrú og líður betur.
Cara Delevingne er edrú og líður betur. AFP/ARTURO HOLMES
mbl.is