Auðunn Blöndal fagnaði afmælinu í Barselóna

Spánn | 9. júlí 2024

Auðunn Blöndal fagnaði afmælinu í Barselóna

Útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, fagnaði 44 ára afmæli sínu í gær á sundlaugarbakkanum í Barselóna á Spáni. 

Auðunn Blöndal fagnaði afmælinu í Barselóna

Spánn | 9. júlí 2024

Auðunn Blöndal aldrei verið ferskari.
Auðunn Blöndal aldrei verið ferskari. Skjáskot/Instagram

Útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, fagnaði 44 ára afmæli sínu í gær á sundlaugarbakkanum í Barselóna á Spáni. 

Útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, fagnaði 44 ára afmæli sínu í gær á sundlaugarbakkanum í Barselóna á Spáni. 

Auðunn kann svo sannarlega að gera vel við sig en á samfélagsmiðlum má sjá kappann í þaksundlaug, með ískaldan í hönd og í faðmi vel valinna vina. 

Auðunn hefur lengi skemmt þjóðinni á skjánum og í útvarpi en hann hóf ferilinn í sjónvarpsþættinum 70 mínútur á Popp Tíví árið 2001.

Síðan þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum tengdum skemmtun og byrjað með sinn eigin útvarpsþátt, FM95Blö, á FM957. Einnig var hann eftirminnilega kynnir í sjónvarpsþáttunum Ísland Got Talent og Allir geta dansað. Hann hefur einnig leikið í Svínasúpunni, Steypustöðini auk þess sem hann tók þátt í Drauma-seríunum sem gerast víðs vegar um heiminn. 

mbl.is