Blinis með reyktum silungi og wasabi-og piparrótarkremi sem rífur í

Uppskriftir | 9. júlí 2024

Blinis með reyktum silungi og wasabi-og piparrótarkremi sem rífur í

Eitt af mínum uppáhaldsréttum eru heimabakaðar blinis bornar fram með góðgæti ofan á og freyðandi búbblum sem gleðja augu og bragðlauka. Á dögunum bakaði ég blinis og bar þær fram með ómótstæðileg góðum taðreyktum silung, íslensku wasabi, blönduðu við ferskt piparrótarkrem, kaldri límónudressingu með fersku dilli og skreytti með lítilli sneið af lífrænni sítrónu. Þvílíkt góðgæti og svo gott með freyðandi drykk. Mér áskotnaðist nýtt ferskt dill og wasabi duft sem voru meðal annars ástæða þess sem ég ákváð að útbúa þennan smárétt. Á fallegum sumardegi er þetta fullkomin samsetning til að byrja gott boð. Þegar til stendur að halda kokteilboð, garðveislu eða bara fagna góðum degi er þetta smáréttur sem gerir stundina hátíðlega og rífur í.

Blinis með reyktum silungi og wasabi-og piparrótarkremi sem rífur í

Uppskriftir | 9. júlí 2024

Blinis með taðreyktum silungi, wasabi- og piparrótarkremi, límónudressingu og fersku …
Blinis með taðreyktum silungi, wasabi- og piparrótarkremi, límónudressingu og fersku dilli. Hinn fullkomni biti með freyðandi drykk. Ljósmynd/Sjöfn

Eitt af mínum uppáhaldsréttum eru heimabakaðar blinis bornar fram með góðgæti ofan á og freyðandi búbblum sem gleðja augu og bragðlauka. Á dögunum bakaði ég blinis og bar þær fram með ómótstæðileg góðum taðreyktum silung, íslensku wasabi, blönduðu við ferskt piparrótarkrem, kaldri límónudressingu með fersku dilli og skreytti með lítilli sneið af lífrænni sítrónu. Þvílíkt góðgæti og svo gott með freyðandi drykk. Mér áskotnaðist nýtt ferskt dill og wasabi duft sem voru meðal annars ástæða þess sem ég ákváð að útbúa þennan smárétt. Á fallegum sumardegi er þetta fullkomin samsetning til að byrja gott boð. Þegar til stendur að halda kokteilboð, garðveislu eða bara fagna góðum degi er þetta smáréttur sem gerir stundina hátíðlega og rífur í.

Eitt af mínum uppáhaldsréttum eru heimabakaðar blinis bornar fram með góðgæti ofan á og freyðandi búbblum sem gleðja augu og bragðlauka. Á dögunum bakaði ég blinis og bar þær fram með ómótstæðileg góðum taðreyktum silung, íslensku wasabi, blönduðu við ferskt piparrótarkrem, kaldri límónudressingu með fersku dilli og skreytti með lítilli sneið af lífrænni sítrónu. Þvílíkt góðgæti og svo gott með freyðandi drykk. Mér áskotnaðist nýtt ferskt dill og wasabi duft sem voru meðal annars ástæða þess sem ég ákváð að útbúa þennan smárétt. Á fallegum sumardegi er þetta fullkomin samsetning til að byrja gott boð. Þegar til stendur að halda kokteilboð, garðveislu eða bara fagna góðum degi er þetta smáréttur sem gerir stundina hátíðlega og rífur í.

Leik mér með meðlætið ofan á

Ég baka ávallt mínar eigin blinis þegar mikið stendur til og sett ofan á þær góða blöndu af einhverju syndsamlega góðu sem bragðlaukarnir elska að njóta.  Ég er iðin að breyta til og leika mér með það sem fer ofan á. Stundum er ég með geitarost og hunang ofan ásamt kryddjurtum, sýrðan rjóma og kavíar, reyktan lax og piparrótarsósu eða jafnvel silung og þeyttan rjómaost með fersku dilli. Það er líka hægt að kaupa blinis ef þið viljið spara ykkur vinnuna og tímann.

Gaman er að segja frá því að Nordic Wasabi duftið er tiltölulega ný vara. Búið er að frostþurrka ferskt wasabi til þess að búa til duft, þannig að varan hefur lengri geymsluþol heldur en rótin og er einföld í notkun. Það eina sem þarf að gera er að blanda vatni einni teskeið af vatni við eina eina teskeið af dufti, og þá er komið ómótstæðilegt ferskt wasabi, svo gott og rífur. Þetta er eitt af mínu uppáhalds þegar mig langar að gera eitthvað ómótstæðilega gott til að mynda með sjávarfangi, sushi og steikum.

Undursamlega gott og wasabi- og piparrótarkremið rífur í sem gerir …
Undursamlega gott og wasabi- og piparrótarkremið rífur í sem gerir þessar blinis svo ómótstæðilega góðar. Ljósmynd/Sjöfn

Blinis með taðreyktum silung, wasabi- og piparrótarkremi, límónudressingu, fersku dilli og sítrónusneið

  • 1 lítið taðreykt silungsflak (fæst t.d. í Hagkaup)
  • Wasabi- og piparrótarkrem (uppskrift fyrir neðan)
  • Límónudressing (uppskrift fyrir neðan)
  • Ferskt dill frá Vaxa til skreytingar, litlar greinar notaðar
  • Lífræn sítrónu til skreytingar, skorin í sneiðar og sneiðarnar í litlar sneiðar

Blinis að hætti Sjafnar

25 – 30 stykki

  • 400 g bókhveiti
  • 2 tsk. salt
  • 6 dl volg mjólk, líkamsheitri
  • 4 egg
  • 1 dl ólífuolía

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál, hellið volgri mjólk út í smátt og smátt og hrærið vel í.
  2. Bætið síðan við ólífuolíunni og eggjum út í og látið skálina standa á hlýjum stað í eina klukkustund.
  3. Bakið örlitlar blinis á pönnukökupönnu við meðalhita.
  4. Gott að vera með litla ausu sem gefur passlegan skammt.
  5. Miða við að fjórar bliniskökur séu bakaðar í einu á pönnukökupönnunni. 
  6. Þegar bliniskökurnar eru orðnar kaldar eru þær skreyttar með því sem hugurinn í girnist en í þessu tilviki var það piparrótarkem með íslensku wasabi í, taðreyktum silungi, kaldri límónudressingu með dilli, ferskt dill og örlítil sítrónusneið.

Wasabi piparrótarkrem

  • ½ pk. piparrótarkrem, fæst í Hagkaup
  • 2 tsk. Nordic wasabi duft á móti 2 tsk. af vatni eða ferskt wasabi, stöngullinn

Aðferð:

  1. Setjið piparrótarkremið í skál og hrærið.
  2. Setjið síðan örlítið vatn í litla skál og bætið wasabidufti út í, getið líka verið með wasabistöngull og raspað hann niður út í piparrótarkremið.
  3. Bætið wasabi-inu út í kremið og hrærið.

Límónu- og dilldressing

  • ½ dós 10% sýrður rjómi (má gera meira ef vill)
  • ½  límóna, safinn og börkurinn
  • Sítrónupipar eftir smekk
  • Ferskt dill eftir smekk, saxað

Aðferð:

  1. Setjið sýrðan rjóma og límónu saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Bætið við límónuberki og fersku söxuðu dilli.
  3. Kryddið til með sítrónupipar.
  4. Geymið í kæli fyrir notkun.

Samsetning:

  1. Byrjið á því að smyrja blinis-kökurnar með wasabikreminu.
  2. Skerið síðan taðreykta silunginn í þunnar og fallegar sneiðar sem passa vel ofan á litla blinis.
  3. Raðið einni á hverja blinis.
  4. Setjið síðan örlitla límónudressingu ofan á silunginn á hverri blinis.
  5. Skreytið síða með lítilli dill grein og sítrónusneið.
  6. Berið fram með ferskum freyðandi drykk og njótið.
mbl.is