Djöflatertan hennar ömmu sú allra bezta

Uppskriftir | 9. júlí 2024

Djöflatertan hennar ömmu sú allra bezta

Þessi Djöflaterta er mín uppáhalds og slær ávallt í gegn. Uppskriftin kemur smiðju ömmu minnar heitinnar og nöfnu en hún bakaði ávallt þessa tertu þegar einhver í fjölskyldunni átti afmæli eða gott tilefni var til. Ég hef haldið í hefðina frá því ég byrjaði að búa og halda afmælisveislur. Djöflatertan er elskuð af öllum og hún hverfur mjög fljótt af kökudisknum þegar hún er borin fram. Hún er sérstaklega vinsæl hjá yngri kynslóðinni og það kemur líka fyrir að þessi sé bökuð með kaffi þegar góða gesti ber að garði eða þegar mig langar að gleðja einstaka manneskjur sem eiga allt gott skilið. Svo er líka gaman að skreyta kökuna fallega þannig að hún fangi bæði augu og munn. Ég hef eflaust gefið upp þessa uppskrift einhvers staðar áður en það er í góðu lagi því það er þess virði að leyfa öllum að njóta sem vilja.

Djöflatertan hennar ömmu sú allra bezta

Uppskriftir | 9. júlí 2024

Djöflatertan slær ávallt í gegn og er elskuð af öllum …
Djöflatertan slær ávallt í gegn og er elskuð af öllum súkkulaðiaðdáendum. Samsett mynd

Þessi Djöflaterta er mín uppáhalds og slær ávallt í gegn. Uppskriftin kemur smiðju ömmu minnar heitinnar og nöfnu en hún bakaði ávallt þessa tertu þegar einhver í fjölskyldunni átti afmæli eða gott tilefni var til. Ég hef haldið í hefðina frá því ég byrjaði að búa og halda afmælisveislur. Djöflatertan er elskuð af öllum og hún hverfur mjög fljótt af kökudisknum þegar hún er borin fram. Hún er sérstaklega vinsæl hjá yngri kynslóðinni og það kemur líka fyrir að þessi sé bökuð með kaffi þegar góða gesti ber að garði eða þegar mig langar að gleðja einstaka manneskjur sem eiga allt gott skilið. Svo er líka gaman að skreyta kökuna fallega þannig að hún fangi bæði augu og munn. Ég hef eflaust gefið upp þessa uppskrift einhvers staðar áður en það er í góðu lagi því það er þess virði að leyfa öllum að njóta sem vilja.

Þessi Djöflaterta er mín uppáhalds og slær ávallt í gegn. Uppskriftin kemur smiðju ömmu minnar heitinnar og nöfnu en hún bakaði ávallt þessa tertu þegar einhver í fjölskyldunni átti afmæli eða gott tilefni var til. Ég hef haldið í hefðina frá því ég byrjaði að búa og halda afmælisveislur. Djöflatertan er elskuð af öllum og hún hverfur mjög fljótt af kökudisknum þegar hún er borin fram. Hún er sérstaklega vinsæl hjá yngri kynslóðinni og það kemur líka fyrir að þessi sé bökuð með kaffi þegar góða gesti ber að garði eða þegar mig langar að gleðja einstaka manneskjur sem eiga allt gott skilið. Svo er líka gaman að skreyta kökuna fallega þannig að hún fangi bæði augu og munn. Ég hef eflaust gefið upp þessa uppskrift einhvers staðar áður en það er í góðu lagi því það er þess virði að leyfa öllum að njóta sem vilja.

Gaman er að setja kökuna í hjartalagað form og skreyta …
Gaman er að setja kökuna í hjartalagað form og skreyta á fallegan hátt sem fangar bæði augu og munn. Ljósmynd/Sjöfn

Djöflatertan hennar ömmu Sjafnar

Djölfatertan

  • 1 ½ bolli hveiti
  • 1 ¼ bolli sykur
  • ½ bolli kakó
  • 1 ¼ tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 2/3  bolli mjólk (má vera laktósafrí)
  • 2/3 bolli íslenskt smjör
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 meðalstór egg
  • 1/3 bolli mjólk

Aðferð:

  1. Byrið á því ap hita ofninn í 200°C hita.
  2. Smyrjið miðlungs stórt form með smjöri og sáldrið hveiti yfir allt formið og bankið lausa hveitið úr.
  3. Setjið til hliðar meðan þið gerið deigið.
  4. Setjið fyrst saman í hrærivélaskál öll þurrefnin, hveiti, sykur, kakó, matarsóda og salt.
  5. Hrærið vel saman.
  6. Setjið síðan 2/3 bolla af mjólk (ekki alla mjólkina strax, þess vegna er hún skráð í tveimur hlutum), smjörið og vanilludropana og hrærið vel saman.
  7. Loks setjið þið eggin ásamt 1/3 bolla af mjólk og hrærið vel.
  8. Hellið deiginu í formið og tryggið að deigið liggi jafnt í forminu.
  9. Bakið í miðjum ofni í 30-40 mínútur eða þar til þið sjáið að kakan hefur losnað frá kantinum. Þið getið notað kökuprjón og stungið í kökuna til að sjá hvort hún er tilbúin. Ef prjóninn hann kemur hreinn út þá er kakan tilbúin.
  10. Takið kökuna úr forminu og setjið á þann disk sem þið ætlið að bera hana fram á og látið kólna áður en kremið er smurt á. Gott að gera kremið eftir að kakan hefur kólnað.

Djöflatertukremið

  • 345 g flórsykur
  • 2 msk. kakó dökkt
  • 120 g íslenskt smjör
  • 1 stk. egg

Aðferð:

  1. Setjið saman flórsykur, kakó, smjör og egg og þeytið vel saman þar til kremið er orðið þétt og slétt í sér, kekkjalaust.
  2. Smyrjið kremið ofan á kökuna og skreytið með gaffli eða öðru áhaldi sem ykkur dettur í hug að nota og búa til skemmtilegt mynstur í kremið.
  3. Berið Djöflatertuna fram með þeyttum rjóma, jarðarberjum eða öðrum ferskum berjum sem ykkur þykir góð með súkkulaðiköku.
  4. Njótið vel með ykkar allra beztu.
Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is