Ferðamenn forðast Reykjavík

Ferðamenn á Íslandi | 9. júlí 2024

Ferðamenn forðast Reykjavík

„Þetta er ekki sama ár og við sáum í fyrra,“ segir Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya, í samtali við Morgunblaðið, aðspurð hvernig bókanir hafi verið hjá hótelinu í sumar.

Ferðamenn forðast Reykjavík

Ferðamenn á Íslandi | 9. júlí 2024

Ferðamenn á gangi í Reykjavík.
Ferðamenn á gangi í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ekki sama ár og við sáum í fyrra,“ segir Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya, í samtali við Morgunblaðið, aðspurð hvernig bókanir hafi verið hjá hótelinu í sumar.

„Þetta er ekki sama ár og við sáum í fyrra,“ segir Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya, í samtali við Morgunblaðið, aðspurð hvernig bókanir hafi verið hjá hótelinu í sumar.

Í vor bárust fréttir af því að margir ferðamenn hefðu afbókað eða fært ferðir sínar til landsins í sumar af ótta við yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga.

Ferðamenn haldið aftur af sér

Arndís segir þau hafa tekið eftir því að í nóvember til janúar hafi ferðamenn, sérstaklega frá Bandaríkjunum, haldið aftur af sér og ekki bókað ferðir inn í sumarið. En það er sá tími sem flestar fréttir bárust af eldsumbrotum á Reykjanesskaga og er jafnframt stærsti bókunartími hótelanna fyrir sumarið.

Iceland Hotel Collection by Berjaya rekur átta hótel í Reykjavík og fimm úti á landi.

Arndís segist hafa tekið eftir breytingu hjá ferðamönnum sem koma til landsins og segir þá síður stoppa í Reykjavík. Hún segir það hafa verið algengt hjá ferðamönnum að gista eina nótt í Reykjavík eftir lendingu á Íslandi og svo hafi fólk byrjað ferð sína um landið.

Nú sé hins vegar orðið algengara að eftir komuna til landsins fari ferðamenn beint út á land og keyri jafnvel í sex til sjö klukkustundir eftir langt flug. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is