Hneyksluð á brottflutningi úr Gasaborg

Ísrael/Palestína | 9. júlí 2024

Hneyksluð á brottflutningi úr Gasaborg

Sameinuðu þjóðirnar mótmæla harðlega brottflutningi sem Ísraelar hafa fyrirskipað á Gasasvæðinu.

Hneyksluð á brottflutningi úr Gasaborg

Ísrael/Palestína | 9. júlí 2024

Loftárás Ísraela á Gasaborg fyrr á árinu.
Loftárás Ísraela á Gasaborg fyrr á árinu. AFP

Sameinuðu þjóðirnar mótmæla harðlega brottflutningi sem Ísraelar hafa fyrirskipað á Gasasvæðinu.

Sameinuðu þjóðirnar mótmæla harðlega brottflutningi sem Ísraelar hafa fyrirskipað á Gasasvæðinu.

Ísraelsher segist hafa drepið tugi vígamanna í bardögum í Gasaborg að undanförnu.

Ísraelar framlengdu í gær fyrirskipun sína um brottflutning íbúa úr Gasaborg. Alls hafa þeir gefið út þrjár slíkar fyrirskipanir, auk einnar vegna suðurhluta borgarinnar síðan 27. júní sökum aukins hernaðar á svæðinu.

Sameinuðu þjóðirnar segja að tugir þúsunda íbúa hafi flúið borgina.

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagðist vera hneyksluð vegna brottflutnings almennra borgara „sem margir hafa verið fluttir á brott með valdi, til að rýma svæði þar sem hernaðaraðgerðir Ísraelshers halda áfram og þar sem almennir borgarar halda áfram að vera drepnir eða særðir".

mbl.is