Brauðtertu njóta mikilla vinsælda á Íslandi og má segja að þær einn ef þjóðarréttum Íslendinga. Þegar veislu skal halda þá er fátt vinsælla en heimagerðar brauðtertur sem eru iðulega fagurlega skreyttar og fallega framsettar.
Brauðtertu njóta mikilla vinsælda á Íslandi og má segja að þær einn ef þjóðarréttum Íslendinga. Þegar veislu skal halda þá er fátt vinsælla en heimagerðar brauðtertur sem eru iðulega fagurlega skreyttar og fallega framsettar.
Brauðtertu njóta mikilla vinsælda á Íslandi og má segja að þær einn ef þjóðarréttum Íslendinga. Þegar veislu skal halda þá er fátt vinsælla en heimagerðar brauðtertur sem eru iðulega fagurlega skreyttar og fallega framsettar.
Í sumar mun fara fram Íslandskeppni í brauðtertugerð sem Brauðtertufélag Erlu og Erlu stendur fyrir í samstarfi við Sögur. Einnig stendur til að gefa út brauðtertubók og hver veit nema verðlaunabrauðterturnar muni rata í þá bók landsmönnum til mikillar gleði og ánægju.
Facebookhópur Brauðtertufélagsins var stofnaður árið 2019 og þar eru nú yfir 17 þúsund meðlimir. „Fljótt fór fólk að kalla eftir brauðtertukeppni og við héldum slíka keppni á menningarnótt það ár sem var gríðarlega vel heppnuð,“ segir Erla Hlynsdóttir hjá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu. Þá hafi staðið til að halda slíka keppni árlega en COVID sett strik í reikninginn. Engu að síður hefur verið staðið fyrir ýmsum keppnum á vegum hópsins, til að mynda var haldin brauðtertukeppni í COVID með eldgosaþema og þau sem tóku þátt sýndu mikið hugmyndaflug.
Erla segir að einnig hafi reglulega komið ákall um brauðtertubók og planið sé að það verði að veruleika í ár. Sögur útgáfa hefur gefið út fjölda matreiðslubóka, til að mynda bækur Læknisins í eldhúsinu, og þau sýndu strax mikinn áhuga á að gefa út brauðtertubók. Þau hafi síðan ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi, halda alvöru keppni og að brauðterturnar sem sendar eru inn í keppnina fái einnig tækifæri til að njóta sín í bók.
„Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð og greinilegt að fólk er mjög spennt. Sumir eru strax handvissir um hvernig brauðtertu þeir ætla að gera en aðrir eru enn að melta nákvæmlega hvernig þeirra framlag verður. En við vitum að það er von á góðu,“ segir Erla og er þegar orðin spennt að sjá og smakka en hún er svo heppin að fá að sitja í dómnefndinni.
Hún hefur tekið eftir að sumir hafi haldið að þetta sé keppni sem sé fyrir fagfólk en þetta er keppni fyrir alla, fyrir almenning. „Við vitum að það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki um allt land sem hefur bara gert brauðtertur fyrir fjölskyldu og vini, brauðtertur sem eru algjörlega geggjaðar, og við viljum endilega að þetta fólk taki þátt,“ segir Erla.
Sigurvegari keppninnar mun hreppa titilinn Íslandsmeistari í brauðtertugerð 2024 en einnig verða útnefndir sigurvegarar í þremur flokkum: Fallegasta brauðtertan, bragðbesta brauðtertan og síðan sú frumlegasta. „Vonandi getum við núna gert þetta að árlegum viðburði. Það væri geggjað að geta haldið brjálaða brauðtertukeppni á hverju ári,“ segir Erla með bros á vör.
Keppnin fer fram þrjá sunnudaga í sumar. Hægt er að skrá sig til þátttöku 14. eða 21. júlí í Reykjavík, eða þann 28. júlí á Akureyri. Úrslit verða síðan tilkynnt opinberlega í haust en stefnt er að því að það verði gert samhliða útgáfu bókarinnar.
Það er enginn annar en ljósmyndarinn Karl Petersson sem mun mynda brauðterturnar. Hann hefur bæði starfað sem kokkur og hlotið fjölda verðlauna fyrir matarljósmyndir sínar, auk þess sem hann hefur tekið þátt í að gera margar af girnilegustu matreiðslubókum landsins.
Búið er að skipa dómarar í keppnina og þeir eru:
Verðlaunin eru ekki af verri endanum.