Ozempic-fatalína vekur hneykslan

Hönnun | 9. júlí 2024

Ozempic-fatalína vekur hneykslan

Vinsældir Ozempic, blóðsykurslyfið sem hefur tröllriðið heiminum síðustu vikur og mánuði, hafa náð nýjum hæðum. 

Ozempic-fatalína vekur hneykslan

Hönnun | 9. júlí 2024

Nýja fatalína Namilia er hálfgert ástarljóð til Ozempic.
Nýja fatalína Namilia er hálfgert ástarljóð til Ozempic. Skjáskot/Instagram

Vinsældir Ozempic, blóðsykurslyfið sem hefur tröllriðið heiminum síðustu vikur og mánuði, hafa náð nýjum hæðum. 

Vinsældir Ozempic, blóðsykurslyfið sem hefur tröllriðið heiminum síðustu vikur og mánuði, hafa náð nýjum hæðum. 

Tískumerkið Namilia frumsýndi nýja fatalínu á dögunum og er hún hálfgert ástarljóð til lyfsins sem nýtist einnig til grenningar og þyngdarstjórnunar. 

Fatalínan var kynnt í Berlín yfir helgina og gengu þvengmjóar fyrirsætur tískupallana í flíkum og með fylgihluti með áletrunum á við „I Heart Ozempic“ og „Will Fuck For Ozempic“. 

Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með fatalínuna og segja það óviðeigandi að dásama blóðsykurslyf og megrunarkúltur sem elur á ranghugmyndum um heilbrigði. 

Mikil aukning hefur verið í notkun megrunarlyfja á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy síðustu misseri. Hollywood-stjörnur, þar á meðal Oprah Winfrey, Mindy Kaling, Sharon Osbourne, Whoopi Goldberg og Kelly Clarkson, hafa viðurkennt að hafa notfært sér slík lyf til að grennast.

mbl.is