Réttarhöld yfir Hollywood-leikaranum Alec Baldwin hefjast í dag þegar kviðdómur verður valinn. Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 og þarf kviðdómurinn að ákveða hvort dauði kvikmyndatökumanns myndarinnar hafi verið honum að kenna.
Réttarhöld yfir Hollywood-leikaranum Alec Baldwin hefjast í dag þegar kviðdómur verður valinn. Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 og þarf kviðdómurinn að ákveða hvort dauði kvikmyndatökumanns myndarinnar hafi verið honum að kenna.
Réttarhöld yfir Hollywood-leikaranum Alec Baldwin hefjast í dag þegar kviðdómur verður valinn. Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 og þarf kviðdómurinn að ákveða hvort dauði kvikmyndatökumanns myndarinnar hafi verið honum að kenna.
Baldwin beindi leikmunabyssu að Halyna Hutchins á meðan á æfingu stóð þegar alvöru skot hljóp úr byssunni. Hutchings lést, auk þess sem leikstjóri myndarinnar særðist.
Baldwin, sem er 66 ára, segist ekki hafa vitað að byssan hafi verið hlaðin og að hann hafi ekki heldur tekið í gikkinn. Saksóknarar segja að leikarinn hafi hegðað sér kæruleysislega á tökustaðnum og að hann hafi ítrekað breytt vitnisburði sínum síðan atvikið varð í október 2021.
Reiknað er með því að opnunarræður lögmanna verði fluttar í málinu á morgun í ríkinu Nýju-Mexíkó. Réttarhöldin eiga að standa yfir í tíu daga.
Baldwin mætti í dómsal í gær þar sem lokaundirbúningur stóð yfir vegna réttarhaldanna.