Sorgardagur í Kænugarði

Úkraína | 9. júlí 2024

Sorgardagur í Kænugarði

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að 38 manns víðs vegar um landið hafi verið drepnir, þar á meðal fjögur börn, þegar Rússar skutu nærri 40 flugskeytum á bæi og borgir í Úkraínu í gærmorgun.

Sorgardagur í Kænugarði

Úkraína | 9. júlí 2024

Björgunarmenn í rústunum við barnaspítalann.
Björgunarmenn í rústunum við barnaspítalann. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að 38 manns víðs vegar um landið hafi verið drepnir, þar á meðal fjögur börn, þegar Rússar skutu nærri 40 flugskeytum á bæi og borgir í Úkraínu í gærmorgun.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að 38 manns víðs vegar um landið hafi verið drepnir, þar á meðal fjögur börn, þegar Rússar skutu nærri 40 flugskeytum á bæi og borgir í Úkraínu í gærmorgun.

Embættismenn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, boðuðu sorgardag í borginni í dag þar sem fánar voru dregnir í hálfa stöng og öllum skemmtiviðburðum var frestað. 31 var drepinn í Kænugarði í sprengjuárásum Rússa.

Enn þá er unnið við að hreinsa rústir við barnaspítalinn Okmatdit sem varð illa úti eftir árásir Rússa en sjúklingar voru fluttir á aðra staði í höfuðborginni.

Talsmenn innanríkisráðuneytisins segja að leit að eftirlifendum á sjúkrahúsinu sé lokið en tveir létu lífið þar, læknir og prestur, og átta börn voru lögð inn á sjúkrahús. Þegar árásin var gerð voru 627 börn á spítalanum.

Árás Rússa hefur verið fordæmd af stjórnvöldum víðs vegar um heiminn.

mbl.is